Þrír leikmenn eru í liði umferðarinnar í þriðja sinn í Bestu deild kvenna eftir sjöundu umferðina í deildinni.
Það eru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir úr Stjörnunni, Hafrún Rakel Halldórsdóttir úr Breiðabliki og Þórdís Elva Ágústsdóttir úr Val.
Það eru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir úr Stjörnunni, Hafrún Rakel Halldórsdóttir úr Breiðabliki og Þórdís Elva Ágústsdóttir úr Val.
Það var stórleikur í gær og vel mætt á Kópavogsvöll er Breiðablik og Stjarnan áttust við í nágrannaslag. Ásamt Gunnhildi og Hafrúnu, þá voru Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Toni Deion Pressley einnig góðar í leiknum en hér fyrir neðan má sjá magnaða vörslu frá Auði í leiknum.
Aftur kíki ég á Bestu kvenna og sé mögulega markvörslu sumarsins. Take a bow Auður Scheving ????
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) June 7, 2023
Afsaka myndgæðin! ???? Kannski að @St2Sport bjóði upp á alvöru upptöku við tækifæri ????#MarkmannshornRT pic.twitter.com/OW5rBJYYfs
Guðni Eiríksson, þjálfari FH, er þjálfari umferðarinnar aðra umferðina í röð eftir flottan sigur FH gegn Selfossi á heimavelli. Colleen Kennedy og Shaina Faiena Ashouri úr FH eru einnig í liði umferðarinnar.
Þróttur á þrjá fulltrúa í liðinu eftir 1-3 sigur gegn Tindastóli á útivelli. Katie Cousins er í liðinu í annað sinn eins og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir sem skoraði tvö í leiknum. Sierra Marie Lelii er einnig í liðinu.
Þá er Helena Jónsdóttir úr ÍBV í liðinu eftir markalaust jafntefli gegn Keflavík sem var vægast sagt leiðinlegur leikur.
Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Sterkasta lið 2. umferðar - Fanney að byrja frábærlega
Sterkasta lið 3. umferðar - Fimm í annað sinn
Sterkasta lið 4. umferðar - Tvær frá Akureyri í fantaformi
Sterkasta lið 5. umferðar - Stólarnir eiga flesta fulltrúa
Sterkasta lið 6. umferðar - Tvær með tvennu
Athugasemdir