Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 08. júní 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 7. umferðar - Þrjár sem eru í þriðja sinn
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Elva Ágústsdóttir.
Þórdís Elva Ágústsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auður átti stórkostlega vörslu í gær.
Auður átti stórkostlega vörslu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Shaina Faiena Ashouri.
Shaina Faiena Ashouri.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þrír leikmenn eru í liði umferðarinnar í þriðja sinn í Bestu deild kvenna eftir sjöundu umferðina í deildinni.

Það eru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir úr Stjörnunni, Hafrún Rakel Halldórsdóttir úr Breiðabliki og Þórdís Elva Ágústsdóttir úr Val.



Það var stórleikur í gær og vel mætt á Kópavogsvöll er Breiðablik og Stjarnan áttust við í nágrannaslag. Ásamt Gunnhildi og Hafrúnu, þá voru Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Toni Deion Pressley einnig góðar í leiknum en hér fyrir neðan má sjá magnaða vörslu frá Auði í leiknum.

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, er þjálfari umferðarinnar aðra umferðina í röð eftir flottan sigur FH gegn Selfossi á heimavelli. Colleen Kennedy og Shaina Faiena Ashouri úr FH eru einnig í liði umferðarinnar.

Þróttur á þrjá fulltrúa í liðinu eftir 1-3 sigur gegn Tindastóli á útivelli. Katie Cousins er í liðinu í annað sinn eins og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir sem skoraði tvö í leiknum. Sierra Marie Lelii er einnig í liðinu.

Þá er Helena Jónsdóttir úr ÍBV í liðinu eftir markalaust jafntefli gegn Keflavík sem var vægast sagt leiðinlegur leikur.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Sterkasta lið 2. umferðar - Fanney að byrja frábærlega
Sterkasta lið 3. umferðar - Fimm í annað sinn
Sterkasta lið 4. umferðar - Tvær frá Akureyri í fantaformi
Sterkasta lið 5. umferðar - Stólarnir eiga flesta fulltrúa
Sterkasta lið 6. umferðar - Tvær með tvennu
Athugasemdir
banner
banner