Það er Steypustöðin sem færir þér úrvalslið hverrar umferðar í Bestu deild kvenna. Fyrstu umferð deildarinnar árið 2023 lauk í gærkvöldi.
Hér fyrir neðan má sjá úrvalslið 1. umferðar.
Hér fyrir neðan má sjá úrvalslið 1. umferðar.
Valur á fjóra fulltrúa í liðinu eftir 1-0 sigur á Breiðabliki í stórleik umferðarinnar. Arna Sif Ásgrímsdóttir var maður leiksins og er auðvitað í liðinu en ásamt henni komast Anna Rakel Pétursdóttir, Fanney Inga Birkisdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir í liðið.
Fanney Inga stóð vaktina vel í marki Vals.
Þór/KA vann þá frábæran sigur á Stjörnunni, sem er spáð efsta sæti deildarinnar. Jóhann Kristinn Gunnarsson er þjálfari umferðarinnar og eru Hulda Ósk Jónsdóttir og Sandra María Jessen í liðinu.
ÍBV vann glæsilegan sigur gegn Selfossi á heimavelli þar sem Haley Marie Thomas var maður leiksins. Thelma Sól Óðinsdóttir átti einnig mjög góðan leik í Eyjum.
Þá var Katla Tryggvadóttir besti leikmaður vallarins í sigri Þróttar á FH en Freyja Karín Þorvarðardóttir átti góða innkomu og skoraði tvennu. Þá er Madison Elise Wolfbauer í liðinu eftir að hafa verið maður leiksins í markalausu jafntefli Keflavíkur og Tindastóls.
Athugasemdir