Sjötta umferð Bestu deildar kvenna kláraðist í gær og því er tilvalið að gera hana aðeins upp með því að velja lið umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.
Valur á flesta fulltrúa í liðinu að þessu sinni eftir gríðarlega sterkan útisigur á Þrótti í Laugardalnum. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Val í toppbaráttunni.
Valur á flesta fulltrúa í liðinu að þessu sinni eftir gríðarlega sterkan útisigur á Þrótti í Laugardalnum. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Val í toppbaráttunni.
Fanney Inga Birkisdóttir átti mjög góðan leik í marki Vals og varði einu sinni stórglæsilega. Elísa Viðarsdóttir lék vel í hægri bakverðinum og Málfríður Anna Eiríksdóttir var stórkostleg á miðsvæðinu. Þá skoraði Bryndís Arna Níelsdóttir bæði mörkin, gerði tvennu.
Samkeppnin um þjálfara umferðarinnar var hörð en Guðni Eiríksson fær þann heiður eftir glæsilegan sigur FH á Akureyri. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Mackenzie George komast í lið umferðarinnar eftir frammistöðu sína í sigrinum hjá FH.
Þá gerði Tindastóll góða ferð til Eyja þar sem Melissa Garcia gerði bæði mörkin í 1-2 sigri en Gwendolyn Mummert var frábær í vörn Tindastóls í þeim leik.
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir voru bestar í sigri Stjörnunnar á Þór/KA og Agla María Albertsdóttir lék sér að Selfossi.
Það vekur athygli að þetta er í fyrsta sinn í sumar þar sem Agla María kemst í lið umferðarinnar, en örugglega ekki það síðasta.
Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Sterkasta lið 2. umferðar - Fanney að byrja frábærlega
Sterkasta lið 3. umferðar - Fimm í annað sinn
Sterkasta lið 4. umferðar - Tvær frá Akureyri í fantaformi
Sterkasta lið 5. umferðar - Stólarnir eiga flesta fulltrúa
Athugasemdir