Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. maí 2023 15:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 4. umferðar - Tvær frá Akureyri í fantaformi
Hulda Ósk er í liði umferðarinnar í þriðja sinn.
Hulda Ósk er í liði umferðarinnar í þriðja sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný átti stórleik á heimavelli.
Guðný átti stórleik á heimavelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna er að koma sterk inn hjá FH.
Arna er að koma sterk inn hjá FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA er á toppi Bestu deildar kvenna eftir fjórar umferðir með níu stig en liðið vann stórkostlegan sigur gegn Breiðabliki í fjórðu umferðinni.

Akureyrarfélagið á þrjá fulltrúa í liði umferðarinnar. Sandra María Jessen og Hulda Ósk Jónsdóttir eru báðar í liði umferðarinnar í þriðja sinn og eru að byrja tímabilið frábærlega. Agnes Birta Stefánsdóttir er einnig í liði umferðarinnar.



ÍBV vann óvæntan 3-0 sigur gegn Þrótti. Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, var best í leiknum og þá gerði Þóra Björg Stefánsdóttir tvennu. Todor Hristov, þjálfari ÍBV, er þjálfari umferðarinnar.

Stjarnan vann 2-0 sigur gegn Valskonum þar sem Málfríður Erna Sigurðardóttir var best gegn sínu gamla félagi. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir lék einnig mjög vel með Stjörnunni.


Málfríður Erna lék vel gegn Val.

FH vann sinn fyrsta sigur í deildinni gegn Keflavík í gær. Arna Eiríksdóttir lék vel í vörninni og fyrirliðinn Shaina Faiena Ashouri stýrði ferðinni á miðsvæðinu.

Þá voru Barbára Sól Gísladóttir og Katla María Þórðardóttir bestar í sigri Selfoss gegn Tindastóli.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Sterkasta lið 2. umferðar - Fanney að byrja frábærlega
Sterkasta lið 3. umferðar - Fimm í annað sinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner