Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 11. maí 2023 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sterkasta lið 3. umferðar - Fimm í annað sinn
Blikar skoruðu sex í Keflavík.
Blikar skoruðu sex í Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur hefur byrjað mótið vel.
Gunnhildur hefur byrjað mótið vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gwendolyn átti góðan leik gegn FH.
Gwendolyn átti góðan leik gegn FH.
Mynd: Sigurður Ingi Pálsson
Breiðablik vann stórsigur á Keflavík í þriðju umferð Bestu deildar kvenna og á fjóra fulltrúa í liði umferðarinnar að þessu sinni.

Ásmundur Arnarsson er þjálfari umferðarinnar, fyrsti sigur Blika í Keflavík síðan 2019.

Taylor Marie Ziemer er í liði umferðarinnar aðra umferðina í röð, skoraði og var valin best í leiknum, Elín Helena Karlsdóttir heimsótti sína fyrrum liðsfélaga og hélt hreinu og Hafrún Rakel Halldórsdóttir var mikið úti hægra megin, gerði góða hluti og skoraði eitt af mörkum Blika.



Í stærsta leik umferðarinnar skein stjarna Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur skærast. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir átti góðan leik hjá Þrótti en Erin McLeod sá til þess að Þróttur skoraði einungis eitt mark í leiknum.

Þór/KA á tvo fulltrúa í liði umferðarinnar eftir sigurinn í Eyjum, sömu fulltrúa og eftir sigurinn í fyrstu umferð. Sandra María Jessen skoraði eina mark leiksins og Hulda Ósk Jónsdóttir lagði það upp.

Á Origo vellinum var Ásdís Karen Halldórsdóttir best á vellinum annan leikinn í röð og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði jöfnunarmarkið.

Þá á Tindastóll fulltrúa í liði umferðarinnar, Gwendolyn Mummert átti virkilega góðan leik þegar FH kom í heimsókn á Krókinn.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Sterkasta lið 2. umferðar - Fanney að byrja frábærlega
Athugasemdir
banner
banner
banner