Breiðablik vann stórsigur á Keflavík í þriðju umferð Bestu deildar kvenna og á fjóra fulltrúa í liði umferðarinnar að þessu sinni.
Ásmundur Arnarsson er þjálfari umferðarinnar, fyrsti sigur Blika í Keflavík síðan 2019.
Taylor Marie Ziemer er í liði umferðarinnar aðra umferðina í röð, skoraði og var valin best í leiknum, Elín Helena Karlsdóttir heimsótti sína fyrrum liðsfélaga og hélt hreinu og Hafrún Rakel Halldórsdóttir var mikið úti hægra megin, gerði góða hluti og skoraði eitt af mörkum Blika.
Ásmundur Arnarsson er þjálfari umferðarinnar, fyrsti sigur Blika í Keflavík síðan 2019.
Taylor Marie Ziemer er í liði umferðarinnar aðra umferðina í röð, skoraði og var valin best í leiknum, Elín Helena Karlsdóttir heimsótti sína fyrrum liðsfélaga og hélt hreinu og Hafrún Rakel Halldórsdóttir var mikið úti hægra megin, gerði góða hluti og skoraði eitt af mörkum Blika.
Í stærsta leik umferðarinnar skein stjarna Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur skærast. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir átti góðan leik hjá Þrótti en Erin McLeod sá til þess að Þróttur skoraði einungis eitt mark í leiknum.
Þór/KA á tvo fulltrúa í liði umferðarinnar eftir sigurinn í Eyjum, sömu fulltrúa og eftir sigurinn í fyrstu umferð. Sandra María Jessen skoraði eina mark leiksins og Hulda Ósk Jónsdóttir lagði það upp.
Á Origo vellinum var Ásdís Karen Halldórsdóttir best á vellinum annan leikinn í röð og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði jöfnunarmarkið.
Þá á Tindastóll fulltrúa í liði umferðarinnar, Gwendolyn Mummert átti virkilega góðan leik þegar FH kom í heimsókn á Krókinn.
Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Sterkasta lið 2. umferðar - Fanney að byrja frábærlega
Athugasemdir