Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   lau 08. júní 2024 08:26
Elvar Geir Magnússon
London
BBC: Ísland vann verðskuldað og hefði átt að skora meira
Icelandair
Ísland vann 1-0 sigur gegn Englandi á Wembley.
Ísland vann 1-0 sigur gegn Englandi á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í uppgjöri BBC, breska ríkisútvarpsins, á landsleik Englands og Íslands sem fram fór í gær segir að eftir leikinn sé ljóst að það séu áhyggjur af sóknarleik enska liðsins. Þar með eru áhyggjur á báðum enda vallarins en fyrir leik héldu Englendingar að það væri bara varnarleikurinn sem væri spurningamerki fyrir EM.

Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta hjá BBC, segir að 1-0 sigur Íslands hafi alls ekki verið einhver slembilukka. Sigur íslenska liðsins hefði verið sanngjarn og verðskuldaður og liðið hefði getað skorað fleiri mörk.

Varnarleikur íslenska liðsins hafi verið vel skipulagður.

„Hversu auðveldlega Ísland gat komist í gegnum miðju Englands og skapað hættur er áhyggjuefni. Ef Ísland getur þetta þá virkar það sem hvatning fyrir komandi andstæðinga okkar á EM," segir McNulty og talar um að íslensku mörkin hefðu átt að vera fleiri.

„(Jón Dagur) Þorsteinsson klúðraði fyrir opnu marki, klúðraði færi sem var miklu betra en það sem hann skoraði úr. Sverrir Ingi Ingason hefðir átt að skora með skalla sem hann stýrði beint á Aaron Ramsdale, markverðinum sem hefði átt að gera betur í sigurmarki Íslands."

England verður með Serbíu, Danmörku og Slóveníu í riðli á Evrópumótinu. Englendingar stefna á sigur á EM en margar viðvörunarbjöllur ómuðu á Wembley í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner