Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. júlí 2020 23:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar um bann Sölva: Vil helst ekki tala um það
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, var í gær dæmdur í þriggja leikja bann.

Sölvi var einn af þremur leikmönnum Víkings sem fengu rautt spjald í tapinu gegn KR í Pepsi Max-deild karla um síðustu helgi.

Halldór Smári Sigurðsson og Kári Árnason fengu eins leiks bann og Víkingur fékk 17.500 króna sekt.

Refsing Sölva þyngdist vegna „ofsalegrar framkomu" en myndband náðist af honum þar sem hann segir reiður við fjórða dómarann „fokka þú þér aumingi".

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var spurður út í bann Sölva eftir 5-1 tap gegn Val á Víkingsvelli í kvöld.

„Það er búið að dæma og ég vil helst ekki vera að tala um það. Það er orðið hálf þreytt. Ég vil frekar einbeita mér að því að sleikja sárin eftir þennan leik og einbeita mér að næsta leik," sagði Arnar sem er orðinn þreyttur á málinu.

Víkingur sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær. Sölvi sagðist í yfirlýsingunni harma framkomu sína.

„Ég harma framgöngu mína eftir að hafa fengið brottvísun í leik KR og Víkings sl. laugardagskvöld. Í hita leiksins snarreiddist ég þar sem ég taldi mig órétti beittan eftir að leikmaður KR ýtti mér svo ég féll á annan leikmann liðsins. Dómari leiksins mat það sem viljaverk að vinstri handleggur minn hafi lent í anditi leikmanns KR sem lá á vellinum. Ég átti hins vegar ekkert sökótt við leikmanninn, ásetningurinn var enginn og ég var aðeins að reyna að verjast falli."

„Þrátt fyrir öll málsatvik á leikmaður með mína reynslu, og fyrirliði Víkings, hins vegar að vita betur og viðbrögð mín í hita leiksins voru mér, liðsfélögum og Knattspyrnufélagi Víking ekki til sóma," sagði Sölvi.

Viðtalið við Arnar frá því í kvöld má sjá að neðan.
Arnar Gunnlaugs: Vorum full gestrisnir
Athugasemdir
banner
banner