Karla- og kvennalið Manchester United munu spila með sérstakan bolta í FA-bikarnum á þessu tímabili.
Man Utd stóð uppi sem sigurvegari í þeirri elstu og virtustu á síðustu leiktíð; karlaliðið lagði Manchester City að velli í úrslitaleik á meðan kvennaliðið fór með sigur af hólmi gegn Tottenham.
Man Utd stóð uppi sem sigurvegari í þeirri elstu og virtustu á síðustu leiktíð; karlaliðið lagði Manchester City að velli í úrslitaleik á meðan kvennaliðið fór með sigur af hólmi gegn Tottenham.
Mitre sér um boltamál fyrir keppnina og hefur ákveðið að karla- og kvennalið Man Utd muni spila með sérstaka gullbolta í leikjum sínum í keppninni.
Fyrsti leikurinn með boltanum verður á laugardaginn þegar kvennalið Man Utd mætir West Brom. Svo verður hann aftur notaður á sunnudeginum þegar karlaliðið mætir Arsenal.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig boltinn lítur út.
Mitre have unveiled that Manchester United will be using this special ball against Arsenal in the FA Cup this weekend celebrating the fact they are the current holders. pic.twitter.com/MWFohRpIrv
— Classic Football Shirts (@classicshirts) January 9, 2025
Athugasemdir