Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd spilar með sérstakan bolta í FA-bikarnum
Úr úrslitaleik FA-bikarsins í fyrra.
Úr úrslitaleik FA-bikarsins í fyrra.
Mynd: EPA
Karla- og kvennalið Manchester United munu spila með sérstakan bolta í FA-bikarnum á þessu tímabili.

Man Utd stóð uppi sem sigurvegari í þeirri elstu og virtustu á síðustu leiktíð; karlaliðið lagði Manchester City að velli í úrslitaleik á meðan kvennaliðið fór með sigur af hólmi gegn Tottenham.

Mitre sér um boltamál fyrir keppnina og hefur ákveðið að karla- og kvennalið Man Utd muni spila með sérstaka gullbolta í leikjum sínum í keppninni.

Fyrsti leikurinn með boltanum verður á laugardaginn þegar kvennalið Man Utd mætir West Brom. Svo verður hann aftur notaður á sunnudeginum þegar karlaliðið mætir Arsenal.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig boltinn lítur út.


Athugasemdir
banner
banner
banner