Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   fim 09. febrúar 2023 12:00
Elvar Geir Magnússon
Owen hneykslaður á lélegum varnarvegg Man Utd
Michael Owen fyrrum leikmaður Manchester United var ekki hrifinn af varnarleik liðsins í 2-2 jafnteflinu gegn Leeds. Sérstaklega var hann hneykslaður á tilburðum Marcus Rashford og Raphael Varane sem mynduðu skarð í varnarvegg sem hefði getað kostað þriðja mark Leeds.

Báðir snéru þeir sér í veggnum og galopnuðu fjögurra manna varnarvegg United, við litla hrifningu markvarðarins David de Gea sem lét menn heyra það. Þeir voru heppnir að Leeds náði ekki að refsa fyrir mistök þeirra en Brendan Aaronson átti skot í markrammann, hann hefði getð komið Leeds í 3-1.

Jadon Sancho jafnaði leikinn síðan og 2-2 urðu lokatölur.

„Ég gat ekki trúað þessu, ég gat ekki trúað því að þetta væri að gerast. Að sjá hvernig þeir færa sig frá, Varane og Rashford færa sig frá. Ef þetta hefði orðið að marki hefðu þetta verið glæpsamleg mistök, alveg glæpsamleg," segir Owen.

„Þetta er bara algjörlega bannað, svona má ekki gerast. Þegar þú ert í varnarvegg þarftu að vera stór, breiður og hugrakkur. Þeir gerðu allt sem er stranglega bannað, settu bakið í þetta og fóru frá. Þeir sluppu með þetta. Það er eins gott að þeir horfi á þetta aftur og hugsi: 'Þetta er vandræðalegt, þetta má ekki gerast aftur'."

Eins og áður sagði þá skoraði Sancho jöfnunarmarkið í leiknum en hann er kominn aftur eftir fjarveru vegna andlegra erfiðleika.

„Þetta færir honum svo mikið sjálfstraust; ná að skáka mönnum, skora mark, hafa mikil áhrif á það að liðið hans kemst aftur í leikinn. Maður hefur séð hann gera þetta áður en því miður að mestu í Þýskalandi. Hann er nægilega góður, hann getur haft áhrif og ég er sannfærður um að hann geti átt frábæran feril," segir Owen. „Sjálfstraustið hefur svo mikið að segja. Sóknarleikmenn þurfa að finna ástina, finna sjálfstraustið."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner