Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 09. mars 2023 21:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Mark í uppbótartíma tryggði HK stig
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

HK 1-1 Vestri
0-1 Eiður Atli Rúnarsson ('57, sjálfsmark)
1-1 Marciano Aziz ('90, víti)


Það var einn leikur í A deild Lengjubikarsins í kvöld þegar HK fékk Vestra í heimsókn í Kórinn. Staðan var markalaus í hálfleik en gestirnir komust yfir eftir tæplega klukkutíma leik.

Eiður Atli Rúnarsson átti þá sendingu í átt að eigin marki, Arnar Freyr Ólafsson í markinu gleymir sér og nær ekki að komast í boltann fyrr en hann er kominn yfir línuna.

Vestra liðið sótti lítið í leiknum og reyndi hvað þeir gátu að halda markinu hreinu en í uppbótartíma fékk HK vítaspyrnu þegar  Ongun Deniz Yaldir reif Ívar Örn Jónsson niður í teignum.

Marciano Aziz skoraði úr vítinu en HK vildi fá vítaspyrnu fyrr í leiknum þegar brotið var á Tuma Þorvarðarsyni.

HK lék manni færri síðustu sekúndurnar þegar Örvar Eggertsson fékk sitt annað gula spjald.


Athugasemdir
banner