Það er Steypustöðin sem færir þér úrvalslið hverrar umferðar í Bestu deildinni. Það vantar ekki varnarmenn í úrvalslið fjórðu umferðarinnar.
Breiðablik er eina liðið með fullt hús eftir fjórar umferðir en liðið rúllaði yfir ÍA og vann 5-1 útisigur á Skaganum. Ísak Snær Þorvaldsson heldur áfram að vera magnaður og skoraði tvívegis. Hann hefur verið í liði umferðarinnar í öllum fjórum umferðunum.
Kristinn Steindórsson skoraði fyrsta mark Blika og er einnig í úrvalsliðinu rétt eins og varnarmaðurinn Damir Muminovic og miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson. Þá er Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari umferðarinnar.
Breiðablik er eina liðið með fullt hús eftir fjórar umferðir en liðið rúllaði yfir ÍA og vann 5-1 útisigur á Skaganum. Ísak Snær Þorvaldsson heldur áfram að vera magnaður og skoraði tvívegis. Hann hefur verið í liði umferðarinnar í öllum fjórum umferðunum.
Kristinn Steindórsson skoraði fyrsta mark Blika og er einnig í úrvalsliðinu rétt eins og varnarmaðurinn Damir Muminovic og miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson. Þá er Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari umferðarinnar.
FH og Valur gerðu 2-2 jafntefli í Kaplakrika á föstudaginn. Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals, er í þriðja sinn í úrvalsliðinu. Matthías Vilhjálmsson jafnaði fyrir FH í lokin og er einnig í liðinu.
Bjarki Aðalsteinsson átti frábæran leik í vörn Leiknis sem gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings.
Tíu leikmenn KA náðu markalausu jafntefli gegn KR. Ívar Örn Árnason í vörn KA var valinn maður leiksins og þá var Rodrigo Gomes Mateo öflugur á miðjunni.
Nacho Heras var valinn maður leiksins í 3-3 jafntefli gegn ÍBV og Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, var maður leiksins í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabæ.
Sjá fyrri úrvalslið:
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir