Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mán 09. maí 2022 11:00
Fótbolti.net
Sterkasta lið 4. umferðar - Fimm fulltrúar Blika
Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH.
Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Bjarki Aðalsteinsson.
Bjarki Aðalsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það er Steypustöðin sem færir þér úrvalslið hverrar umferðar í Bestu deildinni. Það vantar ekki varnarmenn í úrvalslið fjórðu umferðarinnar.

Breiðablik er eina liðið með fullt hús eftir fjórar umferðir en liðið rúllaði yfir ÍA og vann 5-1 útisigur á Skaganum. Ísak Snær Þorvaldsson heldur áfram að vera magnaður og skoraði tvívegis. Hann hefur verið í liði umferðarinnar í öllum fjórum umferðunum.

Kristinn Steindórsson skoraði fyrsta mark Blika og er einnig í úrvalsliðinu rétt eins og varnarmaðurinn Damir Muminovic og miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson. Þá er Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari umferðarinnar.



FH og Valur gerðu 2-2 jafntefli í Kaplakrika á föstudaginn. Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals, er í þriðja sinn í úrvalsliðinu. Matthías Vilhjálmsson jafnaði fyrir FH í lokin og er einnig í liðinu.

Bjarki Aðalsteinsson átti frábæran leik í vörn Leiknis sem gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings.

Tíu leikmenn KA náðu markalausu jafntefli gegn KR. Ívar Örn Árnason í vörn KA var valinn maður leiksins og þá var Rodrigo Gomes Mateo öflugur á miðjunni.

Nacho Heras var valinn maður leiksins í 3-3 jafntefli gegn ÍBV og Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, var maður leiksins í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabæ.

Sjá fyrri úrvalslið:
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner