banner
   fös 09. júlí 2021 20:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freyr missir leikmann til Torino (Staðfest)
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby.
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, hefur misst leikmann til Torino sem leikur í ítölsku úrvalsdeildinni.

Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Magnus Warming og er 21 árs gamall kantmaður.

Hann skrifaði undir samning við Torino sem gildir til ársins 2024.

Warming er eldsnöggur og verður fróðlegt að fylgjast með honum í ítölsku úrvalsdeildinni.

Freyr, sem er fyrrum aðstoðarþjálfari landsliðsins, tók við Lyngby í síðasta mánuði og er ætlað að koma félaginu aftur upp í dönsku úrvalsdeildina. Samkvæmt BT í Danmörku þá borgar Torino 9 milljónir danskra króna fyrir Warming, en það eru rúmlega 177 milljónir íslenskra króna.

Torino hafnaði í 17. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner