fim 10. september 2020 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Bikar-Ægir sá um Breiðablik
Ægir Jarl Jónasson.
Ægir Jarl Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR er komið áfram í undanúrslit Mjólkurbikars karla ásamt ÍBV og FH. Íslandsmeistarar KR fóru á Kópavogsvöll og unnu þar sigur á Breiðabliki undir fljóðljósunum.

Ægir Jarl Jónasson er ekki enn búinn að skora í Pepsi Max-deildinni frá því hann gekk í raðir KR fyrir síðasta tímabil. Hann er hins vegar búinn að skora sjö mörk í átta leikjum í Mjólkurbikarnum.

Hann skoraði tvö af þessum átta mörkum í sigri KR í kvöld. Hann kom KR yfir á 42. mínútu með góðum skalla áður en Atli Sigurjónsson bætti við marki með hörkuskoti.

Staðan var 2-0 fyrir KR í hálfleik og hún varð 3-0 í byrjun seinni hálfleiks þegar Ægir Jarl skoraði sitt annað mark með fínu skoti fyrir utan teig.

Brynjólfur Willumsson kom inn á sem varamaður og hann minnkaði muninn á 69. mínútu en á 82. mínútu komst KR í 4-1 þegar Kristján Flóki Finnbogason skoraði. Stefán Ingi Sigurðarson minnkaði muninn um leið fyrir Blika, en þeir komust ekki lengra og 4-2 lokatölur á Kópavogsvelli.

KR er komið áfram en það er framlengt á hlíðarenda þar sem topplið Pepsi Max-deildarinnar etur kappi við HK. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1.

Valur 1 - 1 HK (framlengt)
1-0 Kaj Leo í Bartalsstovu ('5 )
1-1 Bjarni Gunnarsson ('88 )
Lestu nánar um leikinn

Breiðablik 2 - 4 KR
0-1 Ægir Jarl Jónasson ('42 )
0-2 Atli Sigurjónsson ('45 )
0-3 Ægir Jarl Jónasson ('52 )
1-3 Brynjólfur Andersen Willumsson ('69 )
1-4 Kristján Flóki Finnbogason ('82 )
2-4 Stefán Ingi Sigurðarson ('84 )
Lestu nánar um leikinn

Önnur úrslit:
Mjólkurbikarinn: FH fyrst til að vinna Stjörnuna í sumar


Athugasemdir
banner