Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. september 2020 18:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: FH fyrst til að vinna Stjörnuna í sumar
FH er komið í undanúrslit.
FH er komið í undanúrslit.
Mynd: Hulda Margrét
FH 3 - 0 Stjarnan
1-0 Steven Lennon ('24 )
2-0 Ólafur Karl Finsen ('45 )
3-0 Þórir Jóhann Helgason ('57 )
Lestu nánar um leikinn

Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í sumar þegar liðið heimsótti FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Stjarnan byrjaði nokkuð vel í Kaplakrika en það var FH sem tók forystuna á 24. mínútu þegar Steven Lennon skoraði eftir sendingu frá Þóri Jóhanni Helgasyni.

Hilmar Árni Halldórsson átti aukaspyrnu sem hafnaði í stönginni stuttu áður en FH komst í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks. Þá skoraði Ólafur Karl Finsen gegn sínum gömlu félögum á vellinum sem hann tryggði Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn 2014. Hann skoraði eftir góðan undirbúning frá Herði Inga Gunnarssyni og Birni Daníel Sverrissyni.

Staðan var 2-0 í hálfleik og snemma í seinni hálfleik gerði Þórir Jóhann út um leikinn með þriðja marki FH beint úr aukaspyrnu. „Þórir Jóhann tekur spyrnuna sjálfur og neglir honum lágt í hornið. Brekkan orðin ansi brött fyrir Stjörnumenn," skrifaði Kristófer Jónsson í beinni textalýsingu.

Stjarnan komst ekki upp þá brekku, ekki nálægt því, og lokatölur 3-0 fyrir FH sem er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins ásamt ÍBV. Undanúrslitin klárast svo í kvöld.

Leikir kvöldsins:
19:15 Valur - HK
19:15 Breiðablik - KR
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner