Ólafur Helgi Kristjánsson er að hefja störf hjá Breiðabliki á fimmtudaginn og mun starfa í kringum 2. flokk félagsins. Þetta herma heimildir Fótbolta.net og einnig var greint frá þessu í Þungavigtinni.
Ólafur er fyrrum þjálfari Breiðabliks og gerði liðið að Íslandsmeisturum 2010 og bikarmeisturum árið áður.
Ólafur er fyrrum þjálfari Breiðabliks og gerði liðið að Íslandsmeisturum 2010 og bikarmeisturum árið áður.
Hann var síðast þjálfari Esbjerg í Danmörku en var látinn fara síðasta vor. Í nóvember aðstoðaði hann svo Davíð Snorra Jónasson með U21 árs landsliðið.
Ólafur er mjög reynslumikill þjálfari og hefur einnig þjálfað hjá Fram, FH, Nordsjælland og Randers ásamt því að hafa verið aðstoðarþjálfari AGF.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er klásúla í samningi Ólafs að hann geti farið frá Breiðabliki ef annað starf býðst sem heillar hann meira.
Óli Kristjáns farinn að þjálfa 2. flokk Blika. Mun hann aðstoða Óskar Hrafn? Meira í Þungavigtinni í fyrramálið.https://t.co/A1aPVF8bwQ
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) January 10, 2022
Athugasemdir