Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 11. febrúar 2020 12:38
Elvar Geir Magnússon
Raggi lék varaliðsleik með FCK gegn Teiti
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson lék með varaliði FCK í leik gegn OB í gær.

Þetta eru góðar fréttir fyrir danska stórliðið en keppni í dönsku deildinni hefst aftur á föstudaginn þegar FCK mætir Esbjerg.

FCK er í öðru sæti dönsku deildarinnar, fjórum stigum frá toppliði Midtjylland.

Ragnar hefur verið að glíma við meiðsli og spilaði ekki æfingaleik um síðustu helgi.

FCK vann leikinn í gær 2-0 en OB tefldi fram mjög ungu liði. Meðal leikmanna OB var Teitur Magnússon, varnarmaðurinn ungi sem kom frá FH í fyrra.

Teitur er 18 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner