Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   þri 11. júní 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meiddist í upphitun gegn Íslandi og verður ekki með á EM
Icelandair
Teun Koopmeiners.
Teun Koopmeiners.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Teun Koopmeiners, sem átti að byrja í vináttulandsleiknum gegn Íslandi í gær, hefur þurft að draga sig úr landsliðshópi Hollands fyrir Evrópumótið.

Holland þurfti að gera breytingu rétt fyrir leikinn gegn Íslandi þar sem Koopmeiners meiddist í upphitun.

Núna hefur það komið í ljós að miðjumaðurinn getur ekki verið með á Evrópumótinu.

Þetta er mikið högg fyrir Hollendinga þar sem það kom einnig í ljós í gær að Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona, yrði ekki með á mótinu.

Búið er að kalla Ian Maatsen, sem lék vel með Borussia Dortmund á nýliðnu tímabili, inn í hópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner