sun 11. júlí 2021 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-kvenna: Þróttur upp í þriðja sætið
Ólöf Sigríður gerði seinna mark Þróttar.
Ólöf Sigríður gerði seinna mark Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 2 - 0 Tindastóll
1-0 Katherine Amanda Cousins ('30 , víti)
2-0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('47 )
Lestu nánar um leikinn

Þróttur Reykjavík fór með sigur af hólmi gegn Tindastóli í seinni leik dagsins í Pepsi Max-deild kvenna.

Þróttur tók forystuna þegar hálftími var liðinn af leiknum. „Katherine tekur vítið sjálf og setur þar í hægra hornið, Amber skutlar sér ekki sem kom mér á óvart en áfram gakk," skrifaði Hafþór Bjarki Guðmundsson í beinni textalýsingu þegar Katie Cousins kom Þrótti yfir úr vítaspyrnu.

Tindastóll fékk svo sannarlega færi til að skora í fyrri hálfleik en það tókst ekki hjá þeim og staðan 1-0 fyrir heimakonum þegar flautað var til hálfleiks.

Snemma í seinni hálfleik var forystan tvöfölduð. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði þá eftir frábæran undirbúning frá kollega sínum í sókninni, Lindu Líf Boama.

Tindastóll reyndu hvað þær gátu í dag en það var ekki nóg og lokatölur 2-0. Þróttur fer upp fyrir Selfoss í þriðja sæti með 15 stig. Tindastóll er á botninum með átta stig.

Önnur úrslit í dag:
Pepsi Max-kvenna: Eyjakonur sóttu stig á Akureyri
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner