Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 09. ágúst 2024 23:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sautján ára hetja ÍR: Hann og pabbi hafa kennt mér mest
Lengjudeildin
Róbert Elís Hlynsson.
Róbert Elís Hlynsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hinn 17 ára gamli Róbert Elís Hlynsson var hetja ÍR þegar liðið lagði Þrótt að velli í mikilvægum leik í Lengjudeildinni í kvöld. Hann skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleiknum, sitt fyrsta keppnismark fyrir ÍR í meistaraflokki.

„Þetta er geðveikt tilfinning. Ég er að skora mitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk og það er geggjað," sagði Róbert Elís við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  0 Þróttur R.

Markið var svolítið sérstakt. Ekki var það bara fyrsta markið sem Róbert Elís skorar í keppnisleik með ÍR, bróðir hans - Óliver Elís - lagði það líka upp með löngu innkasti.

„Það er mjög gaman að við náum að tengja svona," segir Róbert.

„Óliver tekur innkast. Allir halda að Marc sé að fara að skalla hann en ég lauma mér bara fyrir aftan og pota honum inn með hausnum. Ég er ekki búinn að vera að nýta færin en þarna kom fyrsta markið."

Hann segir það gaman að spila með bróður sínum. „Það er bara langbest. Við náum að tengja betur en aðrir. Hann hefur kennt mér mikið, hann og pabbi hafa kennt mér mest."

Róbert hefur fengið stórt hlutverk í liði ÍR í sumar, er afar efnilegur leikmaður.

„Þetta er fullt af flottum strákum. Það er gaman að spila með þeim og mæta á æfingar með þeim alla daga. Markmiðið var að halda sér í deildinni og svo var næsta markmið að komast í úrslitakeppnina. Mér finnst skrítið að við séum að koma á óvart, ég var að búast við þessu," sagði þessi efnilegi leikmaður og bætti við:

„Ég gæti ekki óskað mér betra lið til að spila með. Þetta er bara best í heimi."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir