Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fös 09. ágúst 2024 23:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sautján ára hetja ÍR: Hann og pabbi hafa kennt mér mest
Lengjudeildin
Róbert Elís Hlynsson.
Róbert Elís Hlynsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hinn 17 ára gamli Róbert Elís Hlynsson var hetja ÍR þegar liðið lagði Þrótt að velli í mikilvægum leik í Lengjudeildinni í kvöld. Hann skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleiknum, sitt fyrsta keppnismark fyrir ÍR í meistaraflokki.

„Þetta er geðveikt tilfinning. Ég er að skora mitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk og það er geggjað," sagði Róbert Elís við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  0 Þróttur R.

Markið var svolítið sérstakt. Ekki var það bara fyrsta markið sem Róbert Elís skorar í keppnisleik með ÍR, bróðir hans - Óliver Elís - lagði það líka upp með löngu innkasti.

„Það er mjög gaman að við náum að tengja svona," segir Róbert.

„Óliver tekur innkast. Allir halda að Marc sé að fara að skalla hann en ég lauma mér bara fyrir aftan og pota honum inn með hausnum. Ég er ekki búinn að vera að nýta færin en þarna kom fyrsta markið."

Hann segir það gaman að spila með bróður sínum. „Það er bara langbest. Við náum að tengja betur en aðrir. Hann hefur kennt mér mikið, hann og pabbi hafa kennt mér mest."

Róbert hefur fengið stórt hlutverk í liði ÍR í sumar, er afar efnilegur leikmaður.

„Þetta er fullt af flottum strákum. Það er gaman að spila með þeim og mæta á æfingar með þeim alla daga. Markmiðið var að halda sér í deildinni og svo var næsta markmið að komast í úrslitakeppnina. Mér finnst skrítið að við séum að koma á óvart, ég var að búast við þessu," sagði þessi efnilegi leikmaður og bætti við:

„Ég gæti ekki óskað mér betra lið til að spila með. Þetta er bara best í heimi."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner