mán 11. október 2021 10:15
Elvar Geir Magnússon
Merson tapaði húsinu í veðmálum - Fær vasapeninga í dag
Paul Merson.
Paul Merson.
Mynd: Getty Images
Paul Merson, fyrrum leikmaður enska landsliðsins og Arsenal, hefur undanfarin ár talað opinskátt um fíknivanda sinn. Hann hefur barist við alkahólisma, veðmála- og eiturlyfjafíkn yfir árin.

Merson starfar nú sem sparkspekingur í fjölmiðlum og hefur opinberað að eiginkona sín Kate skaffi sér vasapeninga í dag eftir að þau töpuðu heimili sínu þegar hann var að veðja á meðan flest var lokað vegna heimsfaraldursins.

„Ég tapaði öllu, ég sagði Kate ekki frá þessu fyrst. Vikuna eftir þá horfði ég á börnin okkar og hataði sjálfan mig. Sjálfsmorðshugsanir sóttu að mér. Hvernig gat ég gert þetta? Hvernig gat ég tekið öryggi þeirra í burtu?" segir Merson.

Í síðasta mánuði táraðist Merson, sem er 53 ára, í breska morgunsjónvarpinu þegar hann sagði frá vandamálum sínum varðandi veðmálafíkn.

Hann hefur tapað um 7 milljónum punda í veðmálum. Hann segist hafa tapað húsum, bílum, hjónaböndum og sjálfsvirðingu sinni. Eiginkona hans stýrir í dag hversu mikinn pening hann fær í hendurnar til daglegrar neyslu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner