Jurgen Klopp var í vikunni ráðinn sem yfirmaður fótoltamála hjá Red Bull. Hann mun taka til starfa hjá fyrirtækinu þann 1. janúar, 2025, en samkvæmt TZ í Þýskalandi, þá ákvað hann að taka starfið að sér árið 2022.
Klopp mun bera ábyrgð á stefnumótun hjá Red Bull sem á nokkur félög víðsvegar um heiminn.
Klopp mun bera ábyrgð á stefnumótun hjá Red Bull sem á nokkur félög víðsvegar um heiminn.
Klopp hefur verið án starfs frá því að hann hætti sem stjóri Liverpool í vor.
TZ segir að Klopp hafi fundað með Dietrich Mateschitz í Salzburg 2022. Mateschitz lá þá á dánarbeðinu sínu en eitt af hans síðustu verkum var að sannfæra Klopp um að vinna fyrir sig.
Þetta er risastór samningur fyrir Red Bull og verður áhugavert að fylgjast með Klopp í þessu starfi.
Athugasemdir