Leikmaður Bournemouth orðaður við Liverpool - De Bruyne til Sádi - Fer Trent á frjálsri sölu?
banner
   mið 09. október 2024 14:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn Dortmund afar ósáttir við Klopp
Jurgen Klopp með Nuri Sahin, núverandi stjóra Dortmund.
Jurgen Klopp með Nuri Sahin, núverandi stjóra Dortmund.
Mynd: Borussia Dortmund
Það var í morgun óvænt tilkynnt að Jurgen Klopp hefði verið ráðinn til Red Bull samsteypunnar. Hann verður yfirmaður fótboltamála hjá fyrirtækinu á heimsvísu.

Oliver Mintzlaff, forstjóri Red Bull, segir að um sé að ræða sterkasta samning sem fótboltadeild fyrirtækisins hefur gert.

Þessar fréttir hafa hins vegar ekki vakið upp vinsældir hjá stuðningsmönnum Borussia Dortmund, félagi sem Klopp hefur sterka tengingu við. Klopp stýrði Dortmund frá 2008 til 2015 við stórkostlegan orðstír.

Leipzig, sem er undir Red Bull samsteypunni, er mjög umdeilt félag í Þýskalandi. Félög í Þýskalandi eru í meirihlutaeigu stuðningsmanna. Það eru reglur um það en Leipzig komst fram hjá reglunum þegar Red Bull eignaðist það. Leipzig er því ekki mjög vinsælt í Þýskalandi og eru stuðningsmenn Dortmund afar svekktir með það að hann sé að fara þangað.

Stuðningsmenn Dortmund hafa talað um það á samfélagsmiðlum í dag að þeir geti loksins lokað kaflanum með Klopp eftir þessi skipti hans.

Klopp hætti sem stjóri Liverpool síðasta sumar og sagðist þá vera orkulaus, en hann er núna búinn að finna orkuna aftur með Red Bull og er spenntur fyrir því að hefja störf þar á nýju ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner