Oliver Mintzlaff, forstjóri Red Bull, segir það ekki rétt að Jurgen Klopp sé með sérstaka klásúlu í samningi sínum sem tengist þýska landsliðinu.
Klopp var á dögunum ráðinn yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull og er það fyrsta starf hans eftir að hann yfirgaf Liverpool.
Í fyrstu fréttum var talað um að Klopp væri með klásúlu í samningnum um að hann geti tekið við þýska landsliðinu í framtíðinni þegar Julian Nagelsmann segir skilið við landsliðið.
Mintzlaff þvertekur fyrir það. „Jurgen Klopp er ekki með neina klásúlu og við hlökkum til langtímasamstarfs."
Hann kom því einnig á framfæri að Þýskaland væri núna með mjög góðan landsliðsþjálfara í Nagelsmann.
Athugasemdir