Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 11. október 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þvertekur fyrir að Klopp sé með klásúlu í samningnum
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Oliver Mintzlaff, forstjóri Red Bull, segir það ekki rétt að Jurgen Klopp sé með sérstaka klásúlu í samningi sínum sem tengist þýska landsliðinu.

Klopp var á dögunum ráðinn yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull og er það fyrsta starf hans eftir að hann yfirgaf Liverpool.

Í fyrstu fréttum var talað um að Klopp væri með klásúlu í samningnum um að hann geti tekið við þýska landsliðinu í framtíðinni þegar Julian Nagelsmann segir skilið við landsliðið.

Mintzlaff þvertekur fyrir það. „Jurgen Klopp er ekki með neina klásúlu og við hlökkum til langtímasamstarfs."

Hann kom því einnig á framfæri að Þýskaland væri núna með mjög góðan landsliðsþjálfara í Nagelsmann.
Athugasemdir
banner
banner
banner