Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. nóvember 2020 06:00
Aksentije Milisic
Clarke: Orð mín óásættanleg
Mynd: Getty Images
Greg Clarke, formaður enska knattspyrnusambandsins, sagði af sér í dag vegna rasískra ummæla sem hann lét falla um minnihlutahópa (BAME - Black, Asian and minority ethnic).

„Ef ég horfi á hvað gerist þegar háttskrifaðir kvenkyns fótboltaleikmenn samanborið við 'litaða' háttskrifaða fótboltamenn og árasirnar sem þeir verða fyrir á samfélagsmiðlum ... miðlarnir eru opnir öllum," sagði Clarke á DCMS þingfundi í dag.

Clarke hefur nú komið með yfirlýsingu í kjölfarið á uppsögninni og þar segir hann:

„Sem manneskja sem elskar knattspyrnu og hefur veitt áratuga þjónustu við okkar leik, þá er rétt að ég setji hagsmuni knattspyrnunnar umfram annað."

„2020 hefur verið krefjandi ár og ég hef íhugað það í nokkurn tíma að hverfa frá og leyfa nýjum stjórnarformanni að taka við. Mín óásættanlegu orð fyrir framan þingið voru skaðleg við leikinn okkar og fyrir þá sem horfa, spila, dæma og stjórna honum.

Ég er harmi sleginn yfir því að hafa móðgað þessi fjölbreyttu samfélög í knattspyrnunni sem ég og aðrir unnum svo hart að til að láta vera með. Ég vil þakka vinum mínum og samstarfsmönnum í leiknum fyrir sú visku og ráð sem þau hafa deilt með mér í gegnum tíðina og ég segi mig úr FA með tafarlausum áhrifum.“

Athugasemdir
banner
banner
banner