Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. nóvember 2022 09:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cillessen trylltur þar sem hann fer ekki á HM
Jasper Cillessen.
Jasper Cillessen.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal hefur látið markvörðinn Jasper Cillessen vita að hann sé ekki á leið á HM í Katar.

Þetta kemur fram hjá hollenska fjölmiðlinum AD.

Hinn 33 ára gamli Cillessen, sem er langreyndasti landsliðsmarkvörðurinn í úrtakshópnum, var brjálaður þegar hann fékk fréttirnar en hann er að undirbúa sig fyrir leik með NEC í hollensku úrvalsdeildinni um helgina.

Hann fór til NEC í sumar til þess að eiga meiri möguleika á því að komast í HM-hópinn.

Það eru núna fjórir markverðir eftir í HM-hópnum en enginn þeirra á meira en sex A-landsleiki. Markverðirnir eru: Justin Bijlow, Mark Flekken, Remko Pasveer og Andries Noppert.

Holland er í A-riðli mótsins með Senegal, Ekvador og Katar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner