Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 12. janúar 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Laporta næsti forseti Barcelona?
Joan Laporta og Ronaldinho
Joan Laporta og Ronaldinho
Mynd: Getty Images
Joan Laporta er talinn líklegastur til að taka við embætti forseta hjá Barcelona ef miðast við þær undirskriftir sem honum tókst að safna fyrir kosningarnar.

Laporta, Victor Font, Toni Freixa og Emili Rousaud berjast um forsetaembættið hjá Börsungum en kosningarnar fara fram þann 24. janúar næstkomandi.

Josep Maria Bartomeu sagði af sér sem forseti Barcelona í lok október ásamt fjölmörgum stjórnarmönnum eftir röð slæmra ákvarðana.

Nú leiðir Laporta kapphlaupið en hann safnaði 10,272 undirskriftum á meðan Font tókst aðeins að safna 4713. Freixa var með 2822 og Rousaud 2510.

Laporta vonast til að verða forseti félagsins í annað sinn en hann var forseti þess frá 2003 til 2010. Hann fékk brasilíska snillinginn Ronaldinho til félagsins frá Paris Saint-Germain árið 2003 en hann átti síðar eftir að verða besti knattspyrnumaður heims tvö ár í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner