Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. janúar 2022 21:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afríkukeppnin: Fílabeinsströndin með Zaha og Pepe á bekknum
Wilfried Zaha.
Wilfried Zaha.
Mynd: Getty Images
Níu af tólf leikjum Afríkukeppninnar hafa endað 1-0. Allir leikir dagsins enduðu þannig.

Fjörið hefur ekki verið mikið í mótinu hingað til og í tveimur síðustu dagsins var ekki boðið upp á blússandi sóknarbolta.

Það voru stórir póstar á bekknum hjá Fílabeinsströndinni er liðið mætti Miðbaugs-Gínea. Nicolas Pepe og Wilfried Zaha voru á meðal varamanna, en þeir komu svo inn á þegar um 20 mínútur voru til leiksloka.

Það var Max Gradel, fyrrum leikmaður Leeds, sem skoraði eina mark leiksins eftir fimm mínútur. Fleiri voru mörkin ekki.

Fílabeinsströndin byrjar á sigri; þeir þykja líklegir til afreka á þessu móti enda með fullt af frábærum leikmönnum. Þessi leikur var í E-riðli og þar er Fílabeinsströndin núna með þrjú stig á toppnum. Alsír og Síerra Leóne eru einnig í riðlinum.

Gambía vann flottan sigur gegn Máritaníu í öðrum leik F-riðils. Abile Jallow skoraði þar sigurmarkið snemma leiks og er Gambía núna með þrjú stig, rétt eins og Malí í þessum riðli.

Miðbaugs-Gínea 0 - 1 Fílabeinsströndin
0-1 Max Gradel ('5 )

Máritanía 0 - 1 Gambía
0-1 Ablie Jallow ('10 )

Sjá einnig:
Afríkukeppnin: Klukka dómarans brengluð og Túnisar reiðir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner