Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mið 12. júní 2024 09:14
Elvar Geir Magnússon
Óvænta nafnið í byrjunarliði Þýskalands - Hver er Mittelstadt?
Maximilian Mittelstädt hefur átt hraðan uppgang.
Maximilian Mittelstädt hefur átt hraðan uppgang.
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands.
Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands.
Mynd: EPA
Waldemar Anton, Chris Fuhrich, Deniz Undav og Maximilian Mittelstadt leikmenn Stuttgart eru allir í landsliðshópi heimamanna í Þýskalandi fyrir Evrópumótið.

Í upphafsleik mótsins leika Þjóðverjar gegn Skotlandi á föstudagskvöld og af þessum fjórum leikmönnum mun einn vera í byrjunarliðinu. Það er hinn 27 ára gamli vinstri bakvörður Mittelstadt.

Mittelstadt er ekki þekkt nafn meðal almennra fótboltaáhugamanna en hann lék sinn fyrsta landsleik þann 23. mars síðastliðinn. Þremur dögum síðar skoraði hann sitt fyrsta landsliðsmark, í 2-1 sigri gegn Hollandi.

Stuttgart átti magnað tímabil í Þýskalandi en það fellur í skuggann á því frækna afreki Bayer Leverkusen að vinna sjálfan Þýskalandsmeistaratitilinn. Stuttgart endaði í öðru sæti og verður í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Frábær frammistaða Mittelstadt með Stuttgart gaf honum landsliðssæti og hann greip tækifærið með báðum höndum. Vissulega hefur Mittelstadt hagnast vel á því að Þýskaland hefur ekki úr mörgum kostum að velja í vinstri bakvarðarstöðuna. Það er aðeins David Raum hjá Leipzig veitir honum samkeppni.

Mittelstadt er sóknarsinnaður og vill taka þátt í sóknarleiknum. Eitthvað sem ætti að henta Þýskalandi vel í riðli með Skotlandi, Ungverjalandi og Sviss.

„Maxi er einstaklingur sem leggur á sig mikla vinnu, gerir mikið sóknarlega og gerir varla mistök varnarlega," sagði Julian Nagelsmann landsliðsþjálfari um Mittelstadt þegar þýski landsliðshópurinn var opinberaður.
Athugasemdir
banner