mið 05.jún 2024 19:15 Mynd: Getty Images |
|
Spáin fyrir A-riðil á EM: Mun pressan fara alveg með þá?
Evrópumótið í fótbolta hefst þann 14. júní næstkomandi og er spennan heldur betur að magnast fyrir mótinu. Á næstu dögum ætlum við að hita upp fyrir riðlakeppnina með því að birta fréttir um hvern riðil. Við byrjum auðvitað á A-riðlinum en liðin í þeim riðli eru:
Þýskaland
Skotland
Ungverjaland
Sviss
1. Þýskaland
Staða á heimslistanum: 16
Það verður mikil pressa á Þýskalandi enda eru þeir að fara að spila á heimavelli. Það verður allt tryllt ef þeir fara ekki að minnsta kosti í átta-liða úrslit, jafnvel undanúrslit. Síðustu stórmót hafa verið afskaplega döpur og núna er kominn tími til að bretta upp ermarnar. Það hefur nokkuð mikið gengið á í aðdraganda mótsins og undirbúningurinn kannski ekki fullkominn, en kröfurnar eru miklar eins og venjulega.
Þjálfarinn: Julian Nagelsmann
Þessi 36 ára gamli þjálfari verður með mikla ábyrgð á herðum sér í sumar. Hann tók við þýska landsliðinu í september í fyrra og verður opnunarleikurinn á EM hans fyrsti alvöru keppnisleikur með liðið. Nagelsmann er afar spennandi þjálfari sem stýrði áður Bayern München, RB Leipzig og Hoffenheim. Hefur lengi verið viðloðandi fótbolta á hæsta stigi þrátt fyrir að hannn sé ekki gamall.
Lykilmaður: Ilkay Gundogan
Frábær miðjumaður sem steig alltaf upp þegar mest á reyndi hjá Manchester City. Það var augljóst að Englandsmeistararnir söknuðu hans á liðnu tímabili en hann skipti yfir til Barcelona síðasta sumar. Er með gríðarleg gæði og fær það hlutverk að vera fyrirliði Þýskalands á þessu móti.
Fylgist með: Jamal Musiala og Florian Wirtz
Það er ekki hægt að velja á milli þeirra. Tveir af efnilegri fótboltamönnum Evrópu og verður fáránlega gaman að sjá þá spila saman. Wirtz var einn af leikmönnum tímabilsins í Bundesligunni í liði Leverkusen sem kom mikið á óvart og Musiala er töframaður sem fær stórt hlutverk í liði Bayern München þrátt fyrir ungan aldur. Menn sem ættu að geta búið til mörk og skemmtileg augnablik fyrir Þjóðverja í sumar.
2. Sviss
Staða á heimslistanum: 19
Við Íslendingar þekkjum nú þetta svissneska lið ágætlega eftir að hafa mætt þeim alltof mörgum sinnum í mikilvægum á síðustu tíu árum. Þeir eru ólseigir og það er alls ekki auðvelt að vinna þetta lið. Þeir eru áfram með grunn að gömlu bandi sem hefur náð sterkum árangri á síðustu árum. Xherdan Shaqiri mun örugglega sýna einhverja flotta takta á þessu móti með sinn lága þyngdarpunkt.
Þjálfarinn: Murat Yakin
Tók við Sviss í september 2021 eftir að Vladimir Petkovic, sá mikli silfurrefur, hætti störfum. Yakin er 49 ára gamall og fyrrum landsliðsmaður Sviss. Hann spilaði 49 A-landsleiki fyrir Sviss á sínum leikmannaferli en lagði skóna á hilluna fyrir 18 árum síðan. Hann hefur starfað við þjálfun frá því hann hætti sem leikmaður. Hann hefur stýrt FC Schaffhausen tvisvar, Thun, Basel, Luzern og Grasshoppers. Hann hefur einu sinni stýrt félagi utan Sviss; Spartak Moskvu í Rússlandi 2014-15.
Lykilmaður: Granit Xhaka
Langmikilvægasti leikmaður Sviss er stríðsmaðurinn á miðjunni, Granit Xhaka. Hann er þeirra fyrirliði og þeirra besti leikmaður. Vann stuðningsmenn Arsenal á sitt band áður en hann fór til Bayer Leverkusen síðasta sumar. Þar varð hann bæði þýsku deildar- og bikarmeistari og hann kemur sjóðandi heitur inn í þetta mót.
Fylgist með: Zeki Amdouni
Átti kannski ekki frábært tímabil með Burnley í ensku úrvalsdeildinni en þessum áhugaverða framherja virðist líða vel í landsliðsbúningi Sviss. Er búinn að skora sjö mörk í 14 landsleikjum. Amdouni var keyptur til Burnley á mikinn pening, á um 18 milljónir evra, og það býr mikið í honum. Hann gæti sprengt upp leiki fyrir Sviss á þessu móti.
3. Skotland
Staða á heimslistanum: 39
Skotarnir mæta með hressleikann á mótið. Þeir eru búnir að smíða skemmtilegt stuðningsmannalag þar sem kúlthetjan John McGinn spilar stórt hlutverk. Skotarnir spiluðu afar vel í undankeppninni þar sem þeir unnu meðal annars eftirminnilegan sigur á Spánverjum. Þeir hafa aðeins verið að hiksta í aðdraganda mótsins en munu vonandi finna taktinn þegar á stóra sviðið er komið.
Þjálfarinn: Steve Clarke
„Steve Clarke's Tartan Army!" syngja stuðningsmenn Skotlands en þjálfarinn er vinsæll á meðal þjóðarinnar. Clarke er sextugur reynslubolti sem spilaði á sínum tíma mikinn fjölda leikja fyrir Chelsea. Hann stýrði West Brom, Reading og Kilmarnock áður en hann tók við Skotlandi árið 2019. Undir hans stjórn fór Skotland á EM 2020, fyrsta stórmót liðsins síðan 1998. Núna er liðið komið aftur á stórmót og stuðningsmennirnir syngja nafn þjálfarans hátt og kátt.
Lykilmaður: Scott McTominay
Ekki besti fótboltamaður í heimi en hann er góður í því að berjast og hann er góður í því að skora mikilvæg mörk. Hann skoraði sjö mörk í undankeppninni og var á meðal markahæstu manna. McTominay getur líka leyst margar stöður og gefur alltaf sitt allra besta í hvaða verkefni sem hann tekur sér fyrir hendur. Andy Robertson er líka auðvitað rosalega mikilvægur en McTominay steig hvað mest upp í vegferð Skota á þetta mót.
Fylgist með: Kieran Tierney
Skotland býr við það lúxusvandamál að vera með tvo frábæra vinstri bakverði í Andy Robertson og Kieran Tierney, en sá síðarnefndi þar að spila miðvörð í þriggja manna vörn til að komast í liðið. Það er gaman að sjá hvernig hann leysir það en Tierney er grjótharður og kallar ekki allt ömmu sína.
4. Ungverjaland
Staða á heimslistanum: 26
Ungverjar eru á leið á sitt þriðja Evrópumót í röð en við erum ekki enn búnir að fyrirgefa þeim fyrir að slá okkur úr leik fyrir EM 2020 og spáum við þeim fjórða sæti í þessum riðli. Ungverjar ættu þó að koma inn í þetta mót með ágætis sjálfstraust. Þeir höfðu ekki tapað leik síðan í september 2022 áður en þeir töpuðu fyrir Írlandi í vináttulandsleik á dögunum. Þeir unnu bæði England og Þýskaland á útivelli fyrir stuttu og á góðum degi geta þeir strítt öllum.
Þjálfarinn: Marco Rossi
Það er ítalskur þjálfari sem stýrir Ungverjalandi. Marco Rossi heitir kauði og er hann 59 ára gamall. Hann hefur núna stýrt Ungverjalandi frá 2018 og er farinn að þekkja ansi vel inn á liðið. Hann virðist tengja bara býsna vel við það. Þar áður þjálfaði hann í Ungverjalandi og Slóvakíu, en hann varð ungverskur meistari með Budapest Honvéd árið 2017.
Lykilmaður: Dominik Szoboszlai
Helvítið á honum. Án þess að rifja það of mikið upp, þá eyðilagði Szoboszlai möguleika Ísland á EM 2020 með frábæru marki. Mun bera þetta ungverska liðið svolítið á herðum sér. Hann er Zoltan Gera nútímans. Miðjumaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og langstærsta stjarnan í landsliði Ungverjalands.
Fylgist með: Milos Kerkez
Vinstri bakvörður sem hefur komið sterkur inn í ensku úrvalsdeildina með Bournemouth. Er bara tvítugur að aldri og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Verður spennandi að sjá hvort að hann geti tekið næsta skrefið í sumar og á 2024/25 tímabilinu. Líklega mun eitthvað stórt félag pikka hann upp á næstu árum.
Leikjadagskrá
föstudagur 14. júní
19:00 Þýskaland - Skotland
laugardagur 15. júní
13:00 Ungverjaland - Sviss
miðvikudagur 19. júní
16:00 Þýskaland - Ungverjaland
19:00 Skotland - Sviss
sunnudagur 23. júní
19:00 Sviss - Þýskaland
19:00 Skotland - Ungverjaland
Staða á heimslistanum: 16
Það verður mikil pressa á Þýskalandi enda eru þeir að fara að spila á heimavelli. Það verður allt tryllt ef þeir fara ekki að minnsta kosti í átta-liða úrslit, jafnvel undanúrslit. Síðustu stórmót hafa verið afskaplega döpur og núna er kominn tími til að bretta upp ermarnar. Það hefur nokkuð mikið gengið á í aðdraganda mótsins og undirbúningurinn kannski ekki fullkominn, en kröfurnar eru miklar eins og venjulega.
Þjálfarinn: Julian Nagelsmann
Þessi 36 ára gamli þjálfari verður með mikla ábyrgð á herðum sér í sumar. Hann tók við þýska landsliðinu í september í fyrra og verður opnunarleikurinn á EM hans fyrsti alvöru keppnisleikur með liðið. Nagelsmann er afar spennandi þjálfari sem stýrði áður Bayern München, RB Leipzig og Hoffenheim. Hefur lengi verið viðloðandi fótbolta á hæsta stigi þrátt fyrir að hannn sé ekki gamall.
Lykilmaður: Ilkay Gundogan
Frábær miðjumaður sem steig alltaf upp þegar mest á reyndi hjá Manchester City. Það var augljóst að Englandsmeistararnir söknuðu hans á liðnu tímabili en hann skipti yfir til Barcelona síðasta sumar. Er með gríðarleg gæði og fær það hlutverk að vera fyrirliði Þýskalands á þessu móti.
Fylgist með: Jamal Musiala og Florian Wirtz
Það er ekki hægt að velja á milli þeirra. Tveir af efnilegri fótboltamönnum Evrópu og verður fáránlega gaman að sjá þá spila saman. Wirtz var einn af leikmönnum tímabilsins í Bundesligunni í liði Leverkusen sem kom mikið á óvart og Musiala er töframaður sem fær stórt hlutverk í liði Bayern München þrátt fyrir ungan aldur. Menn sem ættu að geta búið til mörk og skemmtileg augnablik fyrir Þjóðverja í sumar.
2. Sviss
Staða á heimslistanum: 19
Við Íslendingar þekkjum nú þetta svissneska lið ágætlega eftir að hafa mætt þeim alltof mörgum sinnum í mikilvægum á síðustu tíu árum. Þeir eru ólseigir og það er alls ekki auðvelt að vinna þetta lið. Þeir eru áfram með grunn að gömlu bandi sem hefur náð sterkum árangri á síðustu árum. Xherdan Shaqiri mun örugglega sýna einhverja flotta takta á þessu móti með sinn lága þyngdarpunkt.
Þjálfarinn: Murat Yakin
Tók við Sviss í september 2021 eftir að Vladimir Petkovic, sá mikli silfurrefur, hætti störfum. Yakin er 49 ára gamall og fyrrum landsliðsmaður Sviss. Hann spilaði 49 A-landsleiki fyrir Sviss á sínum leikmannaferli en lagði skóna á hilluna fyrir 18 árum síðan. Hann hefur starfað við þjálfun frá því hann hætti sem leikmaður. Hann hefur stýrt FC Schaffhausen tvisvar, Thun, Basel, Luzern og Grasshoppers. Hann hefur einu sinni stýrt félagi utan Sviss; Spartak Moskvu í Rússlandi 2014-15.
Lykilmaður: Granit Xhaka
Langmikilvægasti leikmaður Sviss er stríðsmaðurinn á miðjunni, Granit Xhaka. Hann er þeirra fyrirliði og þeirra besti leikmaður. Vann stuðningsmenn Arsenal á sitt band áður en hann fór til Bayer Leverkusen síðasta sumar. Þar varð hann bæði þýsku deildar- og bikarmeistari og hann kemur sjóðandi heitur inn í þetta mót.
Fylgist með: Zeki Amdouni
Átti kannski ekki frábært tímabil með Burnley í ensku úrvalsdeildinni en þessum áhugaverða framherja virðist líða vel í landsliðsbúningi Sviss. Er búinn að skora sjö mörk í 14 landsleikjum. Amdouni var keyptur til Burnley á mikinn pening, á um 18 milljónir evra, og það býr mikið í honum. Hann gæti sprengt upp leiki fyrir Sviss á þessu móti.
3. Skotland
Staða á heimslistanum: 39
Skotarnir mæta með hressleikann á mótið. Þeir eru búnir að smíða skemmtilegt stuðningsmannalag þar sem kúlthetjan John McGinn spilar stórt hlutverk. Skotarnir spiluðu afar vel í undankeppninni þar sem þeir unnu meðal annars eftirminnilegan sigur á Spánverjum. Þeir hafa aðeins verið að hiksta í aðdraganda mótsins en munu vonandi finna taktinn þegar á stóra sviðið er komið.
Þjálfarinn: Steve Clarke
„Steve Clarke's Tartan Army!" syngja stuðningsmenn Skotlands en þjálfarinn er vinsæll á meðal þjóðarinnar. Clarke er sextugur reynslubolti sem spilaði á sínum tíma mikinn fjölda leikja fyrir Chelsea. Hann stýrði West Brom, Reading og Kilmarnock áður en hann tók við Skotlandi árið 2019. Undir hans stjórn fór Skotland á EM 2020, fyrsta stórmót liðsins síðan 1998. Núna er liðið komið aftur á stórmót og stuðningsmennirnir syngja nafn þjálfarans hátt og kátt.
Lykilmaður: Scott McTominay
Ekki besti fótboltamaður í heimi en hann er góður í því að berjast og hann er góður í því að skora mikilvæg mörk. Hann skoraði sjö mörk í undankeppninni og var á meðal markahæstu manna. McTominay getur líka leyst margar stöður og gefur alltaf sitt allra besta í hvaða verkefni sem hann tekur sér fyrir hendur. Andy Robertson er líka auðvitað rosalega mikilvægur en McTominay steig hvað mest upp í vegferð Skota á þetta mót.
Fylgist með: Kieran Tierney
Skotland býr við það lúxusvandamál að vera með tvo frábæra vinstri bakverði í Andy Robertson og Kieran Tierney, en sá síðarnefndi þar að spila miðvörð í þriggja manna vörn til að komast í liðið. Það er gaman að sjá hvernig hann leysir það en Tierney er grjótharður og kallar ekki allt ömmu sína.
4. Ungverjaland
Staða á heimslistanum: 26
Ungverjar eru á leið á sitt þriðja Evrópumót í röð en við erum ekki enn búnir að fyrirgefa þeim fyrir að slá okkur úr leik fyrir EM 2020 og spáum við þeim fjórða sæti í þessum riðli. Ungverjar ættu þó að koma inn í þetta mót með ágætis sjálfstraust. Þeir höfðu ekki tapað leik síðan í september 2022 áður en þeir töpuðu fyrir Írlandi í vináttulandsleik á dögunum. Þeir unnu bæði England og Þýskaland á útivelli fyrir stuttu og á góðum degi geta þeir strítt öllum.
Þjálfarinn: Marco Rossi
Það er ítalskur þjálfari sem stýrir Ungverjalandi. Marco Rossi heitir kauði og er hann 59 ára gamall. Hann hefur núna stýrt Ungverjalandi frá 2018 og er farinn að þekkja ansi vel inn á liðið. Hann virðist tengja bara býsna vel við það. Þar áður þjálfaði hann í Ungverjalandi og Slóvakíu, en hann varð ungverskur meistari með Budapest Honvéd árið 2017.
Lykilmaður: Dominik Szoboszlai
Helvítið á honum. Án þess að rifja það of mikið upp, þá eyðilagði Szoboszlai möguleika Ísland á EM 2020 með frábæru marki. Mun bera þetta ungverska liðið svolítið á herðum sér. Hann er Zoltan Gera nútímans. Miðjumaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og langstærsta stjarnan í landsliði Ungverjalands.
Fylgist með: Milos Kerkez
Vinstri bakvörður sem hefur komið sterkur inn í ensku úrvalsdeildina með Bournemouth. Er bara tvítugur að aldri og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Verður spennandi að sjá hvort að hann geti tekið næsta skrefið í sumar og á 2024/25 tímabilinu. Líklega mun eitthvað stórt félag pikka hann upp á næstu árum.
Leikjadagskrá
föstudagur 14. júní
19:00 Þýskaland - Skotland
laugardagur 15. júní
13:00 Ungverjaland - Sviss
miðvikudagur 19. júní
16:00 Þýskaland - Ungverjaland
19:00 Skotland - Sviss
sunnudagur 23. júní
19:00 Sviss - Þýskaland
19:00 Skotland - Ungverjaland
Athugasemdir