Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
   mán 12. ágúst 2024 18:21
Ívan Guðjón Baldursson
Brentford kaupir Carvalho frá Liverpool (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Brentford er búið að festa kaup á portúgalska sóknartengiliðnum Fábio Carvalho sem kemur úr röðum Liverpool.

Talið er að Brentford borgi tæplega 30 milljónir punda fyrir Carvalho, auk þess sem Liverpool fær 17,5% af hagnaði á næstu sölu leikmannsins.

Carvalho er 21 árs gamall og voru Southampton og Leicester meðal áhugasamra félaga, en Brentford vann kapphlaupið að lokum.

Liverpool keypti Carvalho upprunalega frá Fulham fyrir 5 milljónir punda sumarið 2022 og fær Fulham 20% af hagnaðinum.

Carvalho lék á láni með RB Leipzig á síðustu leiktíð en náði ekki að skína í þýsku deildinni. Hann gerði svo frábæra hluti á seinni hluta leiktíðarinnar þegar hann var lánaður til Hull City í Championship deildinni.

Ekki hefur verið greint frá samningslengdinni en talið er að Carvalho hafi gert fimm ára samning við Brentford.


Athugasemdir
banner
banner