Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 12. september 2020 16:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Dramatík í Safamýri - Keflavík vann í Eyjum
Lengjudeildin
Gunnar Gunnarsson skoraði jöfnunarmark Fram.
Gunnar Gunnarsson skoraði jöfnunarmark Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík fór með sigur af hólmi í Vestmannaeyjum.
Keflavík fór með sigur af hólmi í Vestmannaeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík kom til baka gegn Grindavík.
Víkingur Ólafsvík kom til baka gegn Grindavík.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Sævar Atli skoraði bæði mörk Leiknis.
Sævar Atli skoraði bæði mörk Leiknis.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Það voru að klárast fimm leikir í Lengjudeild karla. Það var dramatík í Safamýri þar sem topplið Fram tók á móti Vestra.

Fram varð fyrir áfalli á 18. mínútu þegar Fred Saraiva var rekinn af velli. „Fred er með boltann hérna úti vinstra meginn og Fred leggur boltann til baka á Orra Gunnars og Rafael keyrir í Fred þegar Fred er búin að senda boltann frá sér og virðist Fred slá frá sér beint í andlitið á Rafael og Guðgeir virðist hafa séð þetta manna best og gefur Fred beint rautt," skrifaði Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu.

Tíu Framarar héldu marki sínu hreinu fram á 87. mínútu en þá skoraði Pétur Bjarnason fyrir Vestra og kom þeim yfir. Gestirnir virtust vera að landa sigrinum, en í uppbótartímanum jafnaði varnarmaðurinn Gunnar Gunnarsson eftir fyrirgjöf. Mikil dramatík og lokatölur 1-1.

Fram er áfram á toppnum með 32 stig, tveimur stigum meira en Keflavík. Vestri er í sjöunda sæti með 20 stig. Keflavík á leik til góða áfram, en Keflvíkingar fóru til Vestmannaeyja í dag og unnu þar 3-1 útisigur.

Joey Gibbs kom Keflavík yfir snemma leik og staðan var 1-0 fram á 84. mínútu en þá komst Keflavík í 2-0 með öðru marki Gibbs. Kian Williams gekk svo frá leiknum með þriðja mark Keflvíkur nokkrum sekúndum síðar. ÍBV náði að klóra í bakkann en lokatölur 3-1. ÍBV er fimm stigum frá Keflavík.

Leiknir Reykjavík er einu stigi á eftir Keflavík í þriðja sæti eftir sigur í Leiknisslagnum gegn Fáskrúðsfirðingum. Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Breiðhyltinga, skoraði bæði mörk sinna manna. Leiknir F. er í 11. sæti með 11 stig.

Víkingur Ó. kom til baka gegn Grindavík eftir að hafa lent 2-0 undir og Þór vann góðan sigur í Mosfellsbænum. Þór er í fimmta sæti með 23 stig, Grindavík í sjötta sæti með 22 stig, Ólsarar í áttunda sæti með 16 stig og Afturelding í níunda sæti með 15 stig.

Klukkan 16:45 hefst fallbaráttuslagur Magna og Þróttar, síðasti leikurinn í níundu umferðinni.

Fram 1 - 1 Vestri
0-1 Pétur Bjarnason ('87 )
1-1 Gunnar Gunnarsson ('93 )
Rautt spjald: Frederico Bello Saraiva, Fram ('18)
Lestu nánar um leikinn

ÍBV 1 - 3 Keflavík
0-1 Josep Arthur Gibbs ('13 )
0-2 Josep Arthur Gibbs ('84 )
0-3 Kian Paul James Williams ('85 )
1-3 Jón Jökull Hjaltason ('91)
Lestu nánar um leikinn

Leiknir R. 2 - 1 Leiknir F.
1-0 Sævar Atli Magnússon ('16 )
2-0 Sævar Atli Magnússon ('18 )
2-1 Arkadiusz Jan Grzelak ('78 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Víkingur Ó. 2 - 2 Grindavík
0-1 Aron Jóhannsson ('11 )
0-2 Aron Jóhannsson ('53 )
1-2 Harley Bryn Willard ('54 )
2-2 Gonzalo Zamorano Leon ('77 )
Rautt spjald: Josip Zeba, Grindavík ('65)
Lestu nánar um leikinn

Afturelding 2 - 3 Þór
1-0 Jason Daði Svanþórsson ('19 )
1-1 Alvaro Montejo Calleja ('22 , víti)
1-2 Guðni Sigþórsson ('27 )
1-3 Alvaro Montejo Calleja ('39 , víti)
2-3 Kári Steinn Hlífarsson ('65 )
Rautt spjald: Hermann Helgi Rúnarsson, Þór ('86), Valgeir Árni Svansson, Afturelding ('90)
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner