Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 12. nóvember 2020 22:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári: Erfitt að sætta sig við að þetta endi svona fyrir mig
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er erfitt að sætta sig við að þetta endi svona fyrir mig," sagði landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason eftir svekkjandi 2-1 tap gegn Ungverjalandi í úrslitum umspilsins fyrir EM.

Ísland verður ekki á meðal þáttökuþjóða á EM næsta sumar. Kári er orðinn 38 ára gamall og magnaður landsliðsferill hans að enda.

„Og fyrir allt liðið náttúrulega, en út frá sjálfum mér er það skelfilegt að þetta sé hugsanlega síðasta verkefnið fyrir þetta lið," sagði Kári í samtali við Stöð 2 Sport.

Ungverjar jöfnuðu metin á 88. mínútu og skoruðu sigurmarkið í uppbótartímanum.

„Þetta var aldrei þægilegt. Við vorum byrjaðir að verjast of djúpt og svo er náttúrulega heppnisstimpill yfir þessu marki, það þurfti eitthvað svoleiðis til að þeir myndu skora. Mér fannst við díla vel við allt sem kom, en engu að síður vorum við að verjast of djúpt. Þetta var rosalega erfitt frá 20. mínútu eiginlega. Menn voru á síðustu metrunum."
Athugasemdir
banner
banner