mán 12. desember 2022 17:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gagnrýnir síðasta landsliðsverkefni harðlega - „Hvenær eigum við að fá tækifæri?"
Icelandair
Diljá Ýr Zomers
Diljá Ýr Zomers
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vissi að þessi spurning kæmi," sagði Diljá Ýr Zomers, leikmaður Häcken í Svíþjóð, í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku. Hún var spurð út í A-landsliðið sem hún hefur einu sinni verið hluti af.

Það var í fyrra þegar hún var kölluð inn í hópinn fyrir heimaleikinn gegn Hollandi í undankeppni HM. Þá hafði Diljá átt mjög gott tímabil með Häcken sem var í toppbaráttunni í Svíþjóð.

„Ég hefði alveg verið til í að fá tækifæri, eins og á þessum æfingum (í nóvember), hvenær eigum við að fá tækifæri? Við sem eru á milli, erum úti (að spila erlendis) en erum ekki í aðalhópnum. Við erum ekki valdar í íslensku (úrtaksæfingarnar). Ég veit ekki hvenær maður ætti að fá almennilegt tækifæri til að sýna sig. Það er eiginlega það eina. Svo er ógeðslega leiðinlegt að það sé ekki U23, það væri að fá það sem milliskref. En ég aðallega svekkt að maður fær aldrei tækifæri, af því þetta er alltaf annað hvort aðalhópurinn eða þær sem spila á Íslandi," sagði Diljá.

Það eru nokkrir leikmenn sem spila erlendis en eru ekki endilega fastamenn í sterkasta landsliðshópi Íslands. Það eru leikmenn eins og Hlín Eiríksdóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir, Hildur Antonsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Diljá. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson nýtti alþjóðlegan landsleikjaglugga í nóvember í það að vera með æfingar fyrir úrtakshóp úr Bestu deildinni. Fannst Diljá nýtingin á þessum landsliðsglugga vera skrítin?

„Já, ég verð að segja það. Þetta var frekar sérstakt," sagði Diljá.

Hún kom einnig inn á U23 landsliðið. Liðið spilaði einn vináttuleik í sumar, gegn Eistlandi, en síðan þá hefur hvorki verið æfing né leikur hjá þeim aldurshópi. Diljá spilaði í umræddum leik gegn Eistlandi. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér að neðan.

Annað úr viðtalinu:
Lánið lykill að frábæru gengi Norrköping - „Besta sem ég gat gert"
Lánið lykill að frábæru gengi Norrköping - „Besta sem ég gat gert"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner