Daníel Hafsteinsson samdi á dögunum við Víking og skrifaði þar undir þriggja ára samning. Daníel átti mjög gott tímabil 2024 og getur hjálpað Víkingum á nýju ári. Víkingar eiga tvo leiki eftir á árinu; heimaleikur gegn Djurgården og útileikur gegn LASK - báðir leikir í Sambandsdeildinni.
Daníel má ekki spila þá leiki en má spila í undirbúningsleikjum Víkings í janúar og ef liðið kemst áfram í Sambandsdeildinni má hann spila með liðinu frá og með febrúar.
Hann æfði með Víkingi á dögunum og mætir aftur til æfinga á nýju ári. Þangað til æfir hann með Dalvík/Reyni en Daníel lék einmitt sína fyrstu meistaraflokksleiki sumarið 2016 á láni á Dalvík. Hjá Dalvíkingum er Áki Sölvason en hann og Daníel eru jafnaldrar og voru saman hjá KA.
Daníel má ekki spila þá leiki en má spila í undirbúningsleikjum Víkings í janúar og ef liðið kemst áfram í Sambandsdeildinni má hann spila með liðinu frá og með febrúar.
Hann æfði með Víkingi á dögunum og mætir aftur til æfinga á nýju ári. Þangað til æfir hann með Dalvík/Reyni en Daníel lék einmitt sína fyrstu meistaraflokksleiki sumarið 2016 á láni á Dalvík. Hjá Dalvíkingum er Áki Sölvason en hann og Daníel eru jafnaldrar og voru saman hjá KA.
„Arnar Gunnlaugsson hafði samband og spurði hvort Daníel mætti æfa með okkur. Það var auðvitað ekkert minna en sjálfsagt og eykur bara gæðin og tempóið á okkar æfingum. Við munum gera okkar besta svo til að koma honum í stand svo hann verði klár í Sambandsdeildina með Víkingum eftir áramót," segir Hörður Snævar Jónsson, þjálfari Dalvíkur/Reynis, í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir