Víkingur krækti á dögunum í tvo leikmenn frá KA þegar þeir Daníel Hafsteinsson og Sveinn Margeir Hauksson skrifuðu undir hjá Víkingi.
Þeir fá leikheimild með liðinu þegar félagaskiptaglugginn opnar í febrúar en Sveinn Margeir er í Bandaríkjunum og kemur ekki til Íslands fyrr en í júní.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, tjáði sig um liðsstyrkinn á fréttamannafundi í gær.
Þeir fá leikheimild með liðinu þegar félagaskiptaglugginn opnar í febrúar en Sveinn Margeir er í Bandaríkjunum og kemur ekki til Íslands fyrr en í júní.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, tjáði sig um liðsstyrkinn á fréttamannafundi í gær.
„Ég hlakka til að fá þá, Daníel hefur mætt á eina æfingu með okkur og byrjar á fullu eftir áramót. Sveinn Margeir kemur svo í sumar. Þeir eru á besta aldri, þekkja íslensku deildina vel og eru leikmenn sem við þurfum á að halda; mér líður eins og við þurfum að fá inn leikmenn sem geta haldið betur í bolta. Þeir eru kraftmiklir, geta brotið upp okkar leik, eru með góða vél og góða tækni. Eftir að hafa titilinn með KA þá þekkja þeir þessa tilfinningu og vilja vonandi að upplifa hana aftur," sagði Arnar.
KA vann einmitt Víking í bikarúrslitaleiknum í haust. Daníel er 25 ára miðjumaður og Sveinn Margeir, sem getur leyst margar stöður fram á við, er 23 ára.
Víkingur mætir Djurgården í Sambandsdeildinni klukkan 13:00 í dag. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli.
Athugasemdir