Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   mán 13. janúar 2025 10:07
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Arnar með skilaboð inn í „gamla bandið“
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allt stefnir í að Arnar taki við íslenska landsliðinu.
Allt stefnir í að Arnar taki við íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búist er við því að Sölvi taki við Víkingi.
Búist er við því að Sölvi taki við Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allt bendir til þess að Arnar Gunnlaugsson verði næsti landsliðsþjálfari Íslands. Freyr Alexandersson er tekinn við Brann en samkvæmt heimildum Fótbolta.net gaf hann KSÍ færi á að bjóða sér samning en fékk ekki tilboð úr Laugardalnum.

Það virðist því sem KSÍ sé búið að ákveða að ráða Arnar og er væntanlega í viðræðum við Víking um að fá hann lausan.

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var rætt um áhugavert viðtal sem Arnar fór í við Val Pál Eiríksson á Stöð 2 strax eftir að hafa fundað með KSÍ á Hótel Nordica.

„Arnar eins og hann er, frekar hreinskilinn, fór bara nokkuð vel í það sem hafði komið fram á þessum fundi. Þetta er óíslenskt, við getum orðað það þannig. Hann var byrjaður að fabúlera bara um sínar hugmyndir um landsliðið," segir Elvar Geir Magnússon.

„Margir hefðu sagt 'Ég get ekki rætt um þetta núna' - Ekki Arnar Gunnlaugsson. Hann segir þetta mikilvægustu ráðningu seinni tíma. Það eru fáir sem hafa jafn mikið dálæti á að setja pressu á sjálfan sig," segir Tómas Þór Þórðarson.

Þora fáir að segja þetta upphátt
Meðal þess sem Arnar sagði í viðtalinu var að hann væri mjög spenntur fyrir starfinu og þeim efnivið sem væri til staðar og bætti við: „Og eins og reynsla mín hjá Víkingum hefur sannað er líka skemmtilegt að virkja aftur ferla hjá gömlum hundum."

Elvar segir Arnar senda ákveðin skilaboð til eldri landsliðsmanna sem eru enn að, þeirra sem voru hluti af velgengnisárunum miklu þegar liðið fór á EM og HM.

„Þetta eru skilaboð inn í 'gamla bandið' sem Arnar er að senda í þessu viðtali. Þessi ummæli hafa kveikt í einhverjum sem hlustaði á þetta," segir Elvar. Ljóst er að það eru skiptar skoðanir á því hvaða skref á að taka og margir á því að komið sé að kaflaskilum.

„Það þora fáir að segja þetta upphátt en eftir nokkur viðtöl okkar að undanförnu hafa margir sagt að það þurfi að þora að taka skrefið og segja bless við gullkynslóðina. Arnar fer í allt aðra átt og ætlar að endurlífga þá," segir Tómas.

Búist við því að Sölvi taki við Víkingum
Ef Arnar tekur við Íslandi, eins og allt stefnir í, er fastlega gert ráð fyrir því að Sölvi Geir Ottesen taki við Víkingsliðinu. Sölvi hefur verið aðstoðarmaður Arnars og þá hefur hann verið í teymi íslenska landsliðsins og aðstoðað með varnarleik og föst leikatriði. Yrði hann áfram í því ef hann verður aðalþjálfari Víkings?

„Það getur varla neitt bannað það. Viljum við ekki hafa þá færustu í hverju og einu?" segir Tómas í útvarpsþættinum.
Útvarpsþátturinn - Að gera Bestu deildina enn betri
Athugasemdir
banner
banner
banner