Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 13:20
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs mjög áhugasamur um starfið
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vonast til þess að vera ráðinn landsliðsþjálfari Íslands. Þetta sagði hann í samtali við Vísi eftir að hafa fundað með KSÍ í dag.

„Ég get ekki neitað því að ég er mjög áhugasamur. Þetta er mesti heiður sem íslenskur þjálfari getur fengið, að stjórna sinni þjóð. „Hver sem verður valinn þá held ég að þetta sé mikilvægasta ráðning í íslenskum fótbolta í langan, langan tíma," sagði Arnar.

„Mér finnst þetta virkilega spennandi starf á þessum tímapunkti, með þennan efnivið. Og eins og reynsla mín hjá Víkingum hefur sannað er líka skemmtilegt að virkja aftur ferla hjá gömlum hundum."

Arnar segir að fundur sinn með KSÍ í dag hafi verið virkilega góður. Hann hafi lýst yfir áhuga á því að taka að sér starfið og farið yfir sína sýn á liðið.

Auk Arnars hefur KSÍ rætt við Frey Alexandersson en hann er einnig í viðræðum við norska úrvalsdeildarfélagið Brann.


Athugasemdir
banner
banner
banner