Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   mán 13. ágúst 2018 20:54
Sverrir Örn Einarsson
Logi: Vona að hann haldi áfram á þessari braut
Logi Ólafsson
Logi Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar töpuðu sínum 4 leik í röð í Pepsideildinni nú í kvöld þegar Blikar kíktu í heimsókn í Fossvoginn. Leikurinn var þó frábær skemmtun og má segja að áhorfendur hafi fengið nóg fyrir peninginn en lokatölur urðu 2-3.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Breiðablik

„Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og mér fannst við vera með góð tök á leiknum. Fyrri til að skora en á einhvern óskiljanlegan hátt fáum við á okkur tvö mörk, annað úr föstu leikatriði og hitt fyrir einhvern ótrúlegan misskilning.“

Sagði Logi Ólafsson um leik sinna manna í kvöld.

Töluverð batamerki voru þó á leik Víkinga frá síðustu leikjum og að mörgu leyti má segja að lukkan hafi ekki verið á þeirra bandi í dag.

„Það er gömul og góð klisja í þessu að taka það með sér sem vel er gert en við verðum hins vegar að átta okkur á því að ákvörðunartökur hjá okkur eins og hvernig við erum að nýta föst leikatriði sjálfir í seinni hálfleik er ekki nógu gott hjá okkur. “

Geoffrey Castillion sem kom að láni til sinna fyrrum félaga í Víkingi á dögunum eftir erfiða dvöl hjá FH virðist vera að færast nær sínu fyrra formi og átti góðan leik í dag.

„Þetta er þriðji leikurinn hans og hann hefur bara vaxið með hverjum leik og í þessu fáu skipti sem við settum upp hættu á móti Stjörnunni að þá var hann innvolveraður í það og það var sömu sögu að segja á móti Grindavík og í dag skorar hann og fær víti þannig að ég vona bara að hann haldi áfram á þessari braut. “

Sagði Logi Ólafsson en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner