Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 13. október 2019 11:01
Magnús Már Einarsson
Brosandi Hamren gefur í skyn að Gylfi færist aftar
Kolbeinn klár í að byrja aftur á morgun
Icelandair
Kolbeinn í leiknum gegn Frökkum.
Kolbeinn í leiknum gegn Frökkum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Líklegt er að Gylfi Þór Sigurðsson verði á miðri miðjunni þegar Ísland mætir Andorra á morgun og tveir hreinræktaðir framherjar verði í fremstu víglínu. Gegn Frökkum á föstudag spilaði Ísland með Gylfa með Kolbeini Sigþórssyni fremst en Gylfi fer væntanlega aftar á morgun.

„Við sjáum til á morgun," sagði Hamren brosandi aðspurður hvort Gylfi færist aftar á morgun og annar framherji komi inn í liðið.

„Það er góður möguleiki á því. Við gerðum það gegn Moldóvum og í lokin gegn Albaníu og Frakklandi. Við sjáum til á morgun."

Kolbeinn Sigþórsson spilaði klukkutíma gegn Moldóvum og hálftíma gegn Albaníu í síðasta mánuði en form hans er mun betra í dag. Kolbeinn spilaði allan leikinn gegn Frökkum og gæti einnig byrjað á morgun.

„Honum leið mög vel í gær. Hann hefur passað upp á líkamann sinn. Flestir leikmenn eru þreyttir þegar eru tveir dagar frá síðasta leik svo æfingin verður ekki erfið í dag. Ég reikna með að Kolbeinn geti byrjað á morgun," sagði Hamren.

Liklegt er að Kolbeinn og Alfreð Finnbogason verði fremstir hjá Íslendingum í leiknum annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner