Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 13. október 2019 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Maður fellir tár að hugsa um þetta"
Icelandair
Kolbeinn á landsliðsæfingu.
Kolbeinn á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson lék allar 90 mínúturnar er Ísland tapaði 0-1 gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 síðastliðinn föstudag.

Meiðsli hafa verið versti óvinur Kolbeins síðustu ár og hefur hann lítið getað beitt sér með landsliðinu frá EM 2016. Það var því mikið gleðiefni að sjá hann spila allan leikinn á Laugardalsvelli.

„Ég er auðvitað mjög svekktur með tapið, en ég gaf allt í þennan leik og það er frábært að ég hafi náð að halda mér heilum. Ég gæti hafa sett persónulegt met í hlaupametrum frá því á EM. Það er margt jákvætt sem er að gerast hjá mér," sagði Kolbeinn í viðtali eftir leikinn.

Rætt var aðeins um Kolbein í landsliðsumræðunni í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær.

„Þessar 90 mínútur sem hann skilaði á móti Heimsmeisturunum, á þessu tempói, með þessi gæði - maður fellir tár að hugsa um þetta," sagði Tómas Þór Þórðarson í þættinum.

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi fyrr í dag að hann reiknaði með því að Kolbeinn gæti byrjað gegn Andorra á morgun.

Viðtalið við Kolbein má sjá hér að neðan. Einnig má hlusta á umræðuna í útvarpsþættinum hér að neðan.
Kolbeinn: Lék þetta meistaralega
Þjálfaramálin og landsliðshringborð - Rýnt í frammistöðu Íslands
Athugasemdir
banner