Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 13. nóvember 2019 22:30
Brynjar Ingi Erluson
David Silva í viðræðum við Vissel Kobe
David Silva gæti farið til Vissel Kobe í Japan
David Silva gæti farið til Vissel Kobe í Japan
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn David Silva gæti farið til japanska félagsins Vissel Kobe eftir tímabilið en spænskir fjölmiðlar greina frá þessu í kvöld.

Silva, sem er 33 ára gamall, hefur spilað með Manchester City frá 2010 og verið enskur meistari fjórum sinnum.

Hann kom til félagsins frá Valencia en samningur hans við City rennur út næsta sumar og eru miklar líkur á því að hann yfirgefi félagið.

Samkvæmt frétt El Chiringuito TV þá er Silva í viðræðum við japanska félagið Vissel Kobe.

Hann myndi þar feta í fótspor þeirra Andrés Iniesta og David Villa.

Villa lagði skóna á hilluna í dag eftir afar farsælan feril en hann lék einmitt með Silva hjá Valencia. Iniesta er enn á mála hjá félaginu og er með samning til ársins 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner