Ísland U19 2 - 0 Aserbaídsjan U19
1-0 Tómas Johannessen ('25 )
2-0 Tómas Johannessen ('88 )
Lestu um leikinn
1-0 Tómas Johannessen ('25 )
2-0 Tómas Johannessen ('88 )
Lestu um leikinn
Íslenska U19 landsliðið lék fyrsta leik sinn í undankeppni fyrir EM 2025 í dag. Andstæðingurinn var Aserbaídsjan og spilað í Moldóvu.
Íslenska liðið var með yfirhöndina fram að fyrsta marki leiksins. Tómas Johannessen skoraði á 25. mínútu eftir frábæran undirbúning Daníels Tristans Guðjohnsen.
;,Daníel labbar framhjá varnarmanni Aserbaídsjan og klobbar síðan annan, á síðan skot sem markmaður Aserbaídsjan ver en fær hann aftur og leggur hann út á Tomma sem neglir honum í þaknetið," skrifaði Daníel Darri Arnarsson í textalýsingu frá leiknum.
Seinna mark leiksins kom ekki fyrr en á 88. mínútu og var Tómas aftur á ferðinni. Nú var það varamaðurinn Stígur Diljan Þórðarson sem lagði upp markið.
„Stígur labbar framhjá einum varnarmanni og cuttar síðan inn og á fyrirgjöf í Feyziyev sem fer síðan upp í loftið og enginn er að dekka Tomma sem klárar þetta frábærlega í fyrstu snertingu! 2-0 takk," skrifaði Daníel.
Frábær byrjun hjá strákunum okkar. Næsti leikur fer fram á laugardag gegn heimamönnum í Moldóvu og svo fer lokaumferðin fram á þriðjudag í næstu viku.
Athugasemdir