Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. febrúar 2021 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Birkir byrjaði í sigri Brescia - Hólmbert kom ekki við sögu
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Brescia þegar liðið vann góðan sigur í ítölsku B-deildinni í dag.

Brescia fékk Chievo í heimsókn og það var Florian Aye sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega hálftíma leik.

Það voru ekki fleiri mörk skoruð og því 1-0 sigur Brescia staðreynd. Birkir spilaði 66 mínútur fyrir Brescia en Hólmbert Aron Friðjónsson var allan tímann á bekknum.



Brescia situr í 13. sæti deildarinnar með 23 stig. Hitt Íslendingalið deildarinnar, Venezia, er í fimmta sæti. Hjá því félagi eru Bjarki Steinn Bjarkason, Óttar Magnús Karlsson og Jakob Franz Pálsson.
Athugasemdir
banner
banner