Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   mán 14. apríl 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er ótrúlegt að Sammy sé enn á Íslandi"
Samantha Smith.
Samantha Smith.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varð Íslandsmeistari með Breiðabliki síðasta sumar.
Varð Íslandsmeistari með Breiðabliki síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samantha Smith kom eins og stormsveipur inn í íslenskan fótbolta síðasta sumar. Hún spilaði fyrri hluta tímabilsins með FHL og var það nóg fyrir hana til að vera leikmaður ársins í Lengjudeildinni. Hún þurfti ekki meira en hálft tímabil til þess.

Hún spilaði seinni hlutann með Breiðabliki og hjálpaði Kópavogsfélaginu að taka Íslandsmeistaratitilinn.

Samantha verður áfram með Breiðabliki í Bestu deildinni í sumar og verður það eflaust sérstakt fyrir leikmenn FHL að mæta henni eftir að hafa leikið með henni síðasta sumar. Hún á stóran þátt í því að FHL leikur í efstu deild í sumar.

Emma Hawkins lék líka með FHL síðasta sumar og endaði sem markadrottning Lengjudeildarinnar með 24 mörk í 14 leikjum. Hún leikur í dag í Portúgal.

Rósey Björgvinsdóttir og Bjarndís Diljá Birgisdóttir, leikmenn FHL, voru gestir í Niðurtalningunni á dögunum og voru þar spurðar út í Samönthu og Emmu. Hversu góðar eru þær?

„Þær eru bara ruglað góðar," sagði Rósey. „Þær geta spilað á hvaða stigi sem er. Það er ótrúlegt að Sammy sé enn á Íslandi."

„Við tókum æfingaleik við Víkinga úti í æfingaferðinni og gerðum 3-3 jafntefli þar. Við sáum þar hvað þær voru ruglaðar. Þær voru að fara illa með Víkingsvörnina."

FHL verður ekki með þessa frábæru leikmenn í sínum röðum í sumar. Er erfitt að missa Samönthu og Emmu?

„Það segir sig bara sjálft. Það er högg að missa þær. En það kemur maður í manns stað," sagði Rósey og bætti við að það verði nú ekki gaman að mæta Samönthu í sumar.

„Við mættum Sammy í Lengjubikarnum um daginn og það var ekki hægt að ná boltanum af henni," sagði Rósey.

„Maður var á æfingum með henni alla daga síðasta sumar og samt getur maður ekki náð boltanum af henni," sagði Bjarndís Diljá.
Niðurtalningin - Austurland á fulltrúa í fyrsta sinn síðan 1994
Athugasemdir
banner
banner
banner