Leikmenn í Bestu deild kvenna telja að Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks, verði besti leikmaður Bestu deildar kvenna í sumar. Samantha er á leið inn í sitt fyrsta heila tímabil með Blikum en hún var stórkostleg í fyrra eftir að hún gekk í raðir félagsins frá FHL í Lengjudeildinni.
Hún lék fyrri hluta tímabilsins með FHL og þrátt fyrir að hafa bara leikið hálft tímabilið var hún valin besti leikmaður Lengjudeildarinnar. Hún var svo stór ástæða fyrir því að Breiðablik endaði sem Íslandsmeistari.
Hún lék fyrri hluta tímabilsins með FHL og þrátt fyrir að hafa bara leikið hálft tímabilið var hún valin besti leikmaður Lengjudeildarinnar. Hún var svo stór ástæða fyrir því að Breiðablik endaði sem Íslandsmeistari.
Leikmenn telja að Samantha verði best í sumar en að Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA, verði markadrottning. Sandra var markadrottning í fyrra með 22 mörk í 23 leikjum.
Þá telja leikmenn að Samantha og Katie Cousins, leikmaður Þróttar, séu erfiðustu andstæðingarnir í deildinni.
Leikmenn telja Kaplakrika skemmtilegasta völlinn að heimsækja og Kópavogsvöllur var þar í öðru sæti. Erfiðasti völlurinn er Kópavogsvöllur þar sem Íslandsmeistararnir leika heimaleiki sína.
Framarar eru líklegastir til að koma á óvart að mati leikmanna en þær eru að koma upp sem nýliðar.
Eins og í Bestu deild karla, þá vill meirihluti leikmanna fá VAR dómgæslu í Bestu deildina en 74 prósent leikmanna í Bestu deild kvenna svöruðu því játandi.
Þá er Margrét Lára Viðarsdóttir besti leikmaður í sögu efstu deildar að mati leikmanna. Olga Færseth var þar í öðru sæti.
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu deild kvenna er í fullum gangi en í næstu viku verða þrjú efstu liðin opinberuð.
Athugasemdir