Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 14. júní 2019 15:49
Elvar Geir Magnússon
Þessir verða í leikbanni í 8. umferð Pepsi Max
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson verður í leikbanni í kvöld þegar Fylkir og Breiðablik eigast við í 8. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Kolbeinn, sem var einn af fjórum sem tilnefndir voru sem leikmaður umferða 1-7, er kominn með fjórar áminningar í deildinni.

Arnar Már Guðjónsson verður ekki með ÍA gegn KR á morgun vegna leikbanns en hann er einnig kominn með fjögur gul spjöld.

Hjá KR verða Björgvin Stefánsson og Kennie Chopart í leibanni.

Miðjumaðurinn Rodrigo Gomes Mateo hjá Grindavík tekur út bann vegna uppsafnaðra áminninga en Grindavík mætir KA á morgun.

ÍBV verður án Telmo Castanheira og Diogo Coelho þegar liðið heimsækir Val á morgun.

8. umferð Pepsi Max-deildarinnar:

föstudagur 14. júní
19:15 Fylkir-Breiðablik (Würth völlurinn)
19:15 Víkingur R.-HK (Víkingsvöllur)
19:15 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)

laugardagur 15. júní
16:00 ÍA-KR (Norðurálsvöllurinn)
16:00 Valur-ÍBV (Origo völlurinn)
17:00 KA-Grindavík (Greifavöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner