banner
   þri 14. júlí 2020 09:34
Innkastið
Hvaða skilaboð eru þetta fyrir ungan markmann?
Aron Dagur Birnuson markvörður KA.
Aron Dagur Birnuson markvörður KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Athygli vakti að Kristijan Jajalo var mættur í mark KA í 1-1 jafnteflinu gegn Fjölni í gær á meðan Aron Dagur Birnuson sat á bekknum. Aron Dagur átti slæman dag þegar KA tapaði 4-1 gegn Fylki í síðustu viku.

„Hvaða skilaboð eru þetta fyrir ungan markmann? Að Jajalo sé númer eitt. Gerir maður einhverntímann tvær markmannsbreytingar? Er hún ekki bara í eina áttina? Er Aron ekki bara búinn hjá KA?" sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu í gær.

„Aron Dagur var mjög flottur á móti Blikum þó að hann hafi átt að vera sterkari í þessu marki á móti Mikkelsen. Auðvitað gerir hann þrjú afdrifarík mistök á móti Fylki en hvar ætlar KA að staðsetja sig? Ætla þeir að spila alltaf upp á úrslit og vera eins ofarlega og hægt er? Ætla þeir að búa til leikmenn? Ætla þeir að búa til markmenn? KA þarf að staðsetja sig í þessum hring því að þeir geta ekki verið allt. Þeir eru ekki nægilega stórt batterí til að vera allt," bætti Gunnar við.

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, sagði í viðtali við Fótbolta.net eftir leik að Aron sé með fullt traust hjá liðinu.

„Aron Dagur er ungur markmaður. Hann hefur staðið sig frábærlega hjá okkur. Hann hefur verið einn af okkar betri mönnum í sumar. Hann lendir í því að gera þessi mistök og það er mjög stutt á milli leikja. Ég var að rótera fleiri leikmönnum en honum. Aron heldur bara áfram og kemur sterkur inn. Hann er okkar markmaður og fær fullt traust frá okkur. Það var bara ákvörðunin í dag að láta Jajalo spila," sagði Óli Stefán.

Viðtalið við Óla má sjá hér að neðan sem og umræðuna úr Innkastinu.
Óli Stefán: Snýst meira um andlegu hliðina en leikfræði
Innkastið - Fylkir kemur öllum á óvart og óvæntur brottrekstur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner