banner
   þri 14. júlí 2020 00:29
Fótbolti.net
Hver tekur við þjálfun Ólafsvíkinga?
Rafn Markús Vilbergsson.
Rafn Markús Vilbergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Innkastinu hér á Fótbolta.net var umræða um það hver gæti tekið við þjálfarastarfinu hjá Víkingi Ólafsvík eftir að Jón Páll Pálmason var óvænt rekinn.

Rafn Markús Vilbergsson, fyrrum þjálfari Njarðvíkur, er meðal þeirra sem orðaðir eru við starfið.

„Ég veit að hann er einn af þeim sem þeir ræddu við fyrir tímabilið. Ég myndi telja hann líklegan. Ég hef heyrt Þórhall Siggeirsson líka nefndan," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

Þórhallur þjálfaði Þrótt í fyrra en var látinn fara eftir tímabilið. Í Innkastinu er rætt um að erfitt sé að dæma Þórhall á því tímabili miðað við stöðuna hjá Þrótti.

Sigurvin Ólafsson, þjálfari KV og sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport, hefur líka verið orðaður við starfið.

„Þeir mega ekki stela Venna af mér. Hann er frábær og getur orðið eins góður þjálfari eins og hann vill," segir Ingólfur Sigurðsson sem er leikmaður KV.

Gunnar Birgisson telur ljóst að Gregg Ryder og Guðjón Þórðarson muni sækjast eftir starfinu.

„Mér finnst þjálfarastarfið hjá Ólafsvík spennandi. Þeir eru með Gonzalo Zamorano, Harley Willard og fleiri mjög fína menn. Þeir sem eru bak við tjöldin eru traustir menn sem eru búnir að vera í þessu lengi. Þú ert ekki að taka við af Ejub Purisevic sem er kóngurinn þarna, þú ert að taka við á allt öðrum forsendum. Ég tel að menn sem þeir töluðu við fyrir tímabilið séu jafnvel tilbúnir að stökkva á þetta starf núna," segir Elvar.

Davíð Snorri Jónasson og Stefán Gíslason voru einnig nefndir í þættinum.
Innkastið - Fylkir kemur öllum á óvart og óvæntur brottrekstur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner