Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   mán 14. ágúst 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sigríður Lára fær félagaskipti í ÍBV (Staðfest)
Sigríður Lára Garðarsdóttir í leik með ÍBV fyrir nokkrum árum síðan.
Sigríður Lára Garðarsdóttir í leik með ÍBV fyrir nokkrum árum síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir er búin að fá félagaskipti yfir í ÍBV.

Hún fær leikheimild með liðinu á morgun og getur því spilað með ÍBV seinni hluta tímabilsins.

Sísí Lára, eins og hún er yfirleitt kölluð, er uppalin í ÍBV og spilaði sinn fyrsta deildarleik með liðinu aðeins 15 ára gömul. Síðan þá hefur hún spilað 167 leiki í efstu deild með ÍBV, Val og FH og skorað 24 mörk.

Sísí á Íslandsmeistaratitil, bikarmeistaratitla og stórmót með landsliðinu á ferilskrá sinni. Á síðasta tímabili hjálpaði hún FH að komast aftur upp í efstu deild þar sem hún lék 18 leiki og gerði eitt mark.

Hún ákvað að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Hún hefur síðustu árin glímt við liðagigt og það hefur tekið á að vera á fullu í fótbolta með því.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er ekki öruggt að Sísí Lára spili með ÍBV en þessi félagaskipti gefa þann möguleika ef eitthvað kemur upp hjá félaginu, ef það vantar í liðið þá er hún til staðar.

ÍBV er í harðri fallbaráttu en liðið náði í mikilvægt stig gegn Þrótti í Laugardalnum í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner