Breiðablik hefur landað bandaríska sóknarmanninum Samönthu Rose Smith á láni frá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni út þetta tímabil.
Á dögunum landaði FHL sér sæti í Bestu deild kvenna fyrir næstu leiktíð.
Í kjölfarið yfirgaf Emma Hawkins, langmarkahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar, liðið og samdi við Damaiense í Portúgal, sem Þorlákur Árnason þjálfar.
Breiðablik nældi þá í liðsfélaga Hawkins hjá FHL, Samönthu Smith, á láni út tímabilið.
Smith skoraði 15 mörk í Lengjudeildinni í sumar og var næst markahæst á eftir Hawkins.
Breiðablik er einu stigi frá toppliði Vals og er þá komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins, en sá leikur fer fram á föstudag.
Athugasemdir